Bæjarráð

1105. fundur 10. maí 2020 kl. 08:05 - 10:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Líkamsrækt á Ísafirði - ósk um samstarf - 2020050012

Kynntur tölvupóstur Andreu Gylfadóttur, Hebu Dísar Þrastardóttur og Ingibjargar Elínar Magnúsdóttur, f.h. Ísófit ehf., dags. 28. apríl 2020, þar sem óskað er eftir samstarfi og samráði við Ísafjarðarbæ starfsrækslu líkamsræktarstöðvar á Ísafirði.
Gestir kynntu hugmyndir sínar fyrir bæjarráði.

Bæjarráð hvatti þau til að skila formlega inn hugmyndum um samstarf við sveitarfélagið um starfsemi líkamsræktastöðvar.
Gestir yfirgáfu fund kl. 9.05.

Gestir

 • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir - mæting: 08:10
 • Andrea Gylfadóttir - mæting: 08:10
 • Anton Helgi Guðjónsson - mæting: 08:10

3.COVID-19 2020 - 2020030086

Lagt fram til kynningar minnisbréf Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. maí 2020, vegna sumaropnunar leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

Málið er til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar.
Stefanía og Guðrún yfirgáfu fundinn kl. 9.20.

Gestir

 • Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi. - mæting: 09:05
 • Stefanía Helga Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs. - mæting: 09:05

4.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningum B-hluta stofnana Ísafjarðarbæjar 2019, fyrir hafnarsjóð, þjónustumiðstöð og eignasjóð.
Umræður fóru fram um ársreikninga þjónustumiðstöðvar, eignasjóðs og hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar.
Edda yfirgaf fund kl. 9.39.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:26

5.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Lögð fram til kynningar jafnlaunastefna Ísafjarðarbæjar, vegna jafnlaunavottunar sveitarfélagsins.
Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri, kynnir fyrir bæjarfulltrúum fyrirhugaða jafnlaunavottun og jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.
Mannauðsstjóri kynnti jafnlaunavottun og Jafnalaunastefna lögð fram til kynningar.
Baldur Ingi yfirgaf fundinn kl. 9.54.

Gestir

 • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri. - mæting: 09:40

6.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090

Kynntur tölvupóstur Maríu Hildar Maack, verkefnastjóra hjá Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 6. maí 2020, vegna umhverfisvottunar Vestfjarða, Earth Check, en óskað er upplýsinga um fulltrúa í grænt teymi, að unnið verði að áætlun um aðgerðir og áhættumati vegna vottunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir þá tillögu að Hildur Dagbjört Arnardóttir sé fulltrúi sveitarfélagsins í grænu teymi og vísar málinu til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.

7.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Lagður fram tölvupóstur frá Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 4. apríl 2020, þar sem óskað er svara vegna eftirfarandi atriða er varða snjómokstur:
1. Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar við snjómokstur fyrstu þrjá mánuði ársins, skipt niður á mánuði?
2. Hvernig skiptist þessi kostnaður milli byggðakjarna innan Ísafjarðarbæjar?
3. Hver hlutur tækja í eigu Ísafjarðarbæjar á Ísafirði annars vegnar og verktaka í snjómokstri á Ísafirði hins vegar.
4. Hver var kostnaður vegna snjómoksturs á göngustígum.
5. Er kostnaður vegna mokstur og hreinsunar vegna snjóflóðsins á Flateyri sundurliðaðir sérstaklega og er hægt að sækja þann kostnað til ríkisins?
Bæjarráð felur bæjarstjóra málið til úrvinnslu.

8.Hjólastígur í Hafnarstræti og Aðalstræti Ísafirði - 2020050011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og tillaga Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 6. maí 2020, þar sem óskað er eftir að tillaga um gerð hjólastígs í Hafnarstræti og Aðalstræti á Ísafirði, verði tekin á dagskrá bæjarráðs.
Bæjarráð tekurk jákvætt í tillöguna og vísar málinu til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.

9.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og bréf Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. maí 2020, þar sem forsætisráðuneytinu eru sendar umbeðnar upplýsingar um samantekt beins kostnaðar Ísafjarðarbæjar, vegna snjóflóðanna á Flateyri þann 14. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Byggðasamlag Vestfjarða - samningar og viðaukar - 2020 - 2020050010

Kynntur tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 30. apríl 2020, auk þess sem lagðir eru fram til samþykktar samstarfs- og þjónustusamningar milli Ísafjarðarbæjar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks ásamt þremur viðaukum.
Bæjarráð vísar málinu til velferðanefndar.

11.BsVest - ýmiss mál 2020 - 2020050014

Kynntur tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 30. apríl sl., þar sem veittar eru upplýsingar og óskað eftir upplýsingum um tilgreindan kostnað vegna starfseminnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

12.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040

Kynntur tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, f.h. Gamanmyndahátíðarinnar á Flateyri, dags. 5. maí 2020, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær geri langtímastyrktarsamning við Gamanmyndahátíðina.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni Gamanmyndahátíðarinnar um langtímasamning en bendir hátíðinni á að sækja um menningarstyrk til atvinnu- og menningarmálanefndar.

13.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannesarsonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. maí 2020, ásamt uppfærðum gögnum frá Vinnumálastofnun, þar sem upplýst er um fjölda þeirra sem hafa nýtt sér heimild er varðar minnkandi starfshlutfall og hlutfall atvinnuleysis, eftir landshlutum.
Lagt fram til kynningar.

14.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar E. Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. mars 2020, vegna rekstrarleyfis gististaðs í flokki IV, fyrirtækisins Hótels Sandafells að Hafnarstræti 7 á Þingeyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til Hótels Sandafells um rekstrarleyfi í flokki IV. að Hafnarstræti 7 á Þingeyri.

15.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar E. Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 21. janúar 2020, vegna rekstrarleyfis gististaðar í flokki II, fyrirtækisins F&S hópferðabíla að Aðalstræti 26 á Þingeyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál. Umsagnarfrestur er til 21. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 6. maí 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál. Umsagnarfrestur er til 26. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 6. maí 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til aga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Umsagnarfrestur er til 20. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

19.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 8. maí 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Umsagnarfrestur er til 22. maí 2020.

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl sl., ásamt fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 30. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Íþrótta- og tómstundanefnd - 208 - 2004010F

Lögð fram fundargerð 208. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 6. maí 2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 7 - 2004007F

Lögð fram fundargerð 7. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 5. maí 2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Velferðarnefnd - 447 - 2003024F

Lögð fram fundargerð 447. fundar velferðarnefndar, sem fram fór 7. maí 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Velferðarnefnd - 447 Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með mannréttindastefnuna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt með orðalagsbreytingum sem gerðar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?