Bæjarráð

1103. fundur 27. apríl 2020 kl. 08:05 - 09:35 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Vegna Covid-19 fer fundur fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagt fram til kynningar minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 22.4.2020, um viðbyggingu hjúkrunarheimilisins Eyri
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

3.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Kynnt lokadrög samnings milli Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu ses., dags. 27. apríl nk., um stöðu verkefnisstjóra á Flateyri
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Bæjarstjóra er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna verkefnisins.

4.Sumarstörf ungmenna 2020 - átaksverkefni - 2020040038

Kynntur tölvupóstur Valgerðar Rúnar Benediktsdóttur, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í samhæfingarhóp um atvinnu- og menntaúrræði á vegum mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra, dags. 22. apríl sl., vegna athugunar á stöðu og mögulegum menntaúrræðum námsmanna og atvinnuleitenda sumarið 2020.
Bæjarrráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu að sumarstörfum fyrir 18 ára og eldri og leggja fyrir bæjarráð

5.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lagt fram bréf Halldóru Viðarsdóttur, stjórnarráðsfulltrúa í Forsætisráðuneyti, dags. 22. apríl sl., vegna eftirfylgni tillagna starfshóps í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri, hvað varðar beinan kostnað.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Kynntur tölvupóstur frá Rafni Pálssyni, dags. 22. apríl sl., vegna aðstöðu Sæfara og fasteignar að Suðurtanga 2 á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.

7.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Lagður er fram tölvupóstur Kristínar Óskar Jónasdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa í samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri verði tilnefndur sem fulltrúi í samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

8.Fulltrúaráð Vestfjarðastofu - tilnefning 2020 - 2020040037

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 22. apríl sl., þar sem óskað er tilnefninga aðal- og varamanns í fulltrúaráð Vestfjarðastofu.
Bæjarráð tilnefnir Þóri Guðmundsson sem aðalmann og Sif Huld Albertsdóttur sem varamann í fulltrúaráð Vestfjarðastofu fyrir hönd Ísfjarðarbæjar.

9.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður er fram tölvupóstur Guðnýjar Láru Ingadóttur, ritara yfirstjórnar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 22. apríl sl., þar sem óskað er eftir því að Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur tilnefni nýjan varafulltrúa fyrir gerð strandsvæðaskipulags Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til að Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, verði tilnefndur sem varafulltrúi fyrir gerð strandsvæðaskipulags Vestfjarða.

10.Svæðisráð Vestfjarða - 2017010044

Kynntur tölvupóstur frá Ester Önnu Ármannsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 22. apríl sl., vegna boðunar á kynningarfund um lýsingu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 23. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál. Umsagnarfrestur er til 6. maí nk.
Lagt fram til kynningar og málinu vísað til velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?