Bæjarráð

1101. fundur 06. apríl 2020 kl. 08:05 - 08:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Vegna samkomubanns er fundurinn haldinn í Zoom-fjarfundabúnaði.
Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari, er einnig viðstödd fundinn.

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið er yfir verkefnalista af bæjarráðsfundum.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Kórónaveiran COVID-19 - tölfræði frá Vinnumálastofnun - 2020030054

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, f.h. Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dags. 3. apríl sl., þar sem upplýst er um tölfræði vegna umsókna hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum til 31. mars 2020.
Tölvupóstur lagður fram til kynningar.

3.Kórónaveiran COVID-19 - aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar - 2020030054

Lögð eru fram drög að aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna COVID-19.
Aðgerðaráætlun lögð fram til kynningar og umræðu.

Bæjarráð vekur athygli á því að plaggið er lifandi og getur tekið breytingum eftir því sem aðstæður kalla á.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:15

4.Kórónaveiran COVID-19 - frestun greiðslu fasteignaskatta - 2020030054

Lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. apríl sl., er varðar heimild til frestunar greiðslu fasteignaskatta.
Bæjarráð samþykkir að heimila frestun á þremur ógjaldföllnum gjalddögum fasteignaskatts og annarra gjalda sem innheimt eru samhliða til 15. janúar 2021.

Umsóknir þurfa að uppfylla skilyrði sem koma fram á minnisblaði. Sækja þarf um umrædda frestun á þar til gerðu eyðublaði.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 08:35

5.Kórónaveiran COVID-19 - velferðarsvið - 2020030054

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 3. apríl sl., þar sem kynnt eru viðbrögð við COVID-19 í málaflokkum á velferðarsviði.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

6.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Bæjarstjóri fer yfir málið á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2020030071

Kynnt minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. apríl sl.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

8.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagður fram tölvupóstur Svavars Þórs Guðmundssonar, f.h. knattspyrnudeildar Vestra, dags. 26. mars sl., vegna byggingu fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa knattspyrnudeildar Vestra.

9.Kórónaveiran COVID-19 - ÍSÍ - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Líneyjar Rutar Halldórsdóttur, f.h. ÍSÍ, dags. 2. apríl sl. ásamt meðfylgjandi bréfi frá Lárusi L. Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 1. apríl sl., til sveitarfélaga á landinu vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

10.Kórónaveiran COVID-19 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020030054

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars sl., þar sem kynnt er uppfærð staða verkefna í aðgerðarpakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður er fyrir fundinn tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars sl., ásamt fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 27. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 6 - 2003012F

Lögð er fram fundargerð 6. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 2. apríl sl. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?