Bæjarráð

1099. fundur 23. mars 2020 kl. 08:05 - 09:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Kórónaveiran COVID-19 - breytingar á sveitarstjórnarlögum - 2020030054

Lagðir fram til kynningar tölvupóstar Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 18. og 19. mars þar sem vakin er athygli á breytingum á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 verði nefndum, ráðum og bæjarstjórn heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.

2.Kórónaveiran COVID-19 - aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulíf - 2020030054

Kynntur tölvupóstur Karls Björnssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. mars sl., þar sem reifaðar eru hugmyndir og ábendingar sem stjórn Sambandsins hefur samþykkt að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf i ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Umræður vegna stöðu viðbragðsmála á Flateyri m.t.t. óveðurs og ófærðar í viku 12.
Umræður um almannavarnarmál.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Almenningssamgöngur - 2016040042

Lagður fram tölvupóstur Eyvindar Ásvaldssonar, dags. 20. mars sl., er varðar almenningssamgöngur milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Umræður um sorpmál í minni byggðarkjörnum og sveitum.
Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa Terra og vinna málið áfram.

6.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068

Lagður er fram til samþykktar samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs Súðavíkur.
Málinu frestað.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

7.Þjónustubíll Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2020030071

Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra, vegna bilunar í þjónustubíl Slökkviliðs Ísafjarðar. Bæjarstjóri leggur til að gerð verði breyting á fjárfestingaráætlun þannig til verði heimild til kaupa á þjónustubíl Slökkviliðs Ísafjarðar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launa, dags. 19. mars sl., um skatttekjur og laun frá janúar til febrúar 2020. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 9,3 m.kr. undir áætlun og eru 351,3 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 17,5 m.kr. undir áætlun eða 117 m.kr. Að lokum er launakostnaður 15,9 m.kr. yfir áætlun en launakostnaðurinn nemur 451,1 m.kr. í lok febrúar 2020.
Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Lagt fram til kynningar.

9.Skíðasvæði 2020 - 2020030035

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 20. mars sl., vegna troðara á skíðasvæði.
Í ljósi þess að svigskíðasvæði verður ekki opnað aftur á þessu tímabili vísar bæjarráð málinu til fjárhagsáætlunar 2021.

10.Hlíf ýmis mál 2020 - 2020030056

Lagt er fram til kynningar minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 20. mars sl., um málefni Hlífar.
Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

11.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 2020020043

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna varðandi ráðningu nýs sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Staðan varðandi ráðningu nýs sviðsstjóra kynnt.

12.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Umræður um úrvinnslu vegna skýrslu HLH ehf. með úttekt á stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar.
Umræður fóru fram.

13.Ósk um umsögn vegna byggingar á leiguíbúðum við Tungubraut - 2020030069

Lagður fram tölvupóstur Ómars Guðmundssonar, f.h. Hrafnshóls ehf., dags. 19. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar til staðfestingar á því að íbúðauppbygging félagsins samræmist húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra falið að gera umsögn.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - breyting á reglugerð um framkvæmdaleyfi - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Dige Baldurssonar, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 16. mars sl. þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til 31. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - drög að frumvarpi til kosningalaga - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur f.h. skrifstofu Alþingis, dags. 19. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ eru send til umsagnar drög að frumvarpi til kosningalaga. Umsagnarfrestur er til 8. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 168 - 2002013F

Lögð er fram fundargerð 168. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 21. febrúar síðastliðinn. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 169 - 2003016F

Lögð er fram fundargerð 169. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 18. mars síðastliðinn. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?