Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1098. fundur 16. mars 2020 kl. 08:05 - 09:06 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lagt er fram svar Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. ofanflóðanefndar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 6. mars sl., við erindi Ísafjarðarbæjar frá 29. janúar 2020.
Erindi ofanflóðanefndar lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að óska eftir stöðu á endurskoðun hættumats fyrir aðrar byggðir í Ísafjarðarbæ.

3.Verkefnastjórn vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna á Flateyri - 2020010042

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 13. mars sl., þar sem lagt er til að stofnuð verði verkefnastjórn vegna nýsköpunar- og þróunarverkefnis á Flateyri.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Viðbragðsáætlun vegna kórónaveirunnar COVID-19 - 2020030054

Lögð er fram til kynningar viðbragðsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna COVID-19, sem gefin var út 13. mars sl.
Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.

5.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Kynntur tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 12. mars sl., þar sem leitað er tillagna Ísafjarðarbæjar um flýtingu framkvæmda í ljósi stöðunnar í landinu í tengslum við vegna kórónaveiru COVID-19.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6.Hlíf ýmis mál 2020 - 2020030056

Kynnt er minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. mars sl., um málefni Hlífar.
Umræður fóru fram. Málinu frestað og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 08:57.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:45

7.Framvinduskýrsla - Eyrarskjól viðbygging - 2019040056

Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla fyrir febrúar 2020 vegna Eyrarskjóls.
Framvinduskýrsla lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069

Lagður fram tölvupóstur frá Antoni Helgasyni, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 8. mars sl., ásamt leiðréttum ársreikningi stofnunarinnar.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 210 - 2003004F

Lögð fram fundargerð 210. fundar hafnarstjórnar sem fram fór 9. mars sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:06.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?