Bæjarráð

1097. fundur 09. mars 2020 kl. 08:05 - 10:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið er yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Best Practice - Viðaukar og gerð þeirra - 2018010082

Kynnt eru drög að minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 1. mars sl. þar sem lagt er til að nýjar verklagsreglur vegna viðauka við fjárhagsáætlanir verði samþykkt.
Edda María gerir grein fyrir verklagsreglunum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:19

3.Eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga - 2019030089

Lagt fram til kynningar bréf Eiríks Benónýssonar og Þóris Ólafssonar, f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar sl. Einnig eru kynnt drög að minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 4. mars sl., um fjárfestingar 2019 ásamt yfirliti með sundurliðun framkvæmda 2019 niður á verkefni, framgang þessara verkefna og samanburð þeirra við fjárhagsáætlun 2019 með viðaukum.
Edda María og Axel kynntu drög að svari til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:39

4.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal - 2019100083

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. mars. 2020, um snjómokstur á árinu 2020.
Bæjarstjóra er falið að kanna með hvaða hætti er hægt að koma til móts við aukinn kostnað á árinu 2020 vegna snjómoksturs.
Edda María yfirgaf fundinn kl. 9:18.

5.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 02. mars sl. vegna útboðs fjölnota knattspyrnuhúss.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við formann nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 09:19

6.Samstarfsverkefni - ráðstöfun fjármuna í grunnskólum - 2020030020

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. mars sl., þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Grunnskólinn á Suðureyri - verkefni - 2020030015

Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundarins og leggur fram tillögu að verkefni við Grunnskólann á Suðureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ráð fyrir fjárhæð í fjárhagsáætlun vegna þróunarverkefna fyrir grunnskóla í sveitarfélaginu.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 9:47.

Gestir

  • Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:38

8.Slökkviliðsstöðin á Flateyri, sala og hýsing bifreiðar - 2020020027

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 6. mars sl., þar sem gert er grein fyrir þeim upplýsingum sem bæjarstjóra var falið að afla á 1094. fundi bæjarráðs 17. febrúar sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri um möguleg kaup björgunarsveitarinnar á húsnæðinu og hýsingu slökkviliðsbíls Ísafjarðarbæjar.

9.Stjórnsýsluhús - ársreikningur 2019-2020 - 2020030019

Lagður fram til kynningar ársreikningur Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fyrir árið 2019.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.

10.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Lögð eru fram drög að uppbyggingasamningi milli Ísafjarðabæjar og Tanks, menningarfélagi, um byggingu útivistarverksins Tankur eftir japanska arkitektinn Yasuaki Tanago.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þær breytingar á samningnum sem lagðar voru til. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga til samninga við Tankinn, menningarfélag, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

11.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - Erindisbréf og skipan í trúnaðarstörf - 2017110025

Lögð er fram til umræðu fundargerð fundar ungmennaráðs með bæjarfulltrúum sem haldinn var 23. janúar sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Öldungaráð - reglur og samþykktir - 2019010059

Lagt fram minnisblað dags. 06.03.2020 frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem lagðar eru til breytingar á samþykkt fyrir öldungaráð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að tillögum að breytingum á samþykktum.

13.Göngustígur, Tungudalsbotni - framkvæmdaleyfi - 2019110055

Tekin er fyrir beiðni frá Sigurði G. Óskarssyni, f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, um styrk til greiðslu framkvæmdaleyfis vegna stígagerðar í Tungudalsbotni. Framkvæmdaleyfið er að fjárhæð kr. 81.613,-.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins.

14.Göngustígur frá botni Tungudals upp að Skíðaskála - framkvæmdaleyfi - 2019110056

Tekin er fyrir beiðni frá Sigurði G. Óskarssyni, f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, um styrk til greiðslu framkvæmdaleyfis vegna stígagerðar frá botni Tungudals upp að skíðaskála. Framkvæmdaleyfið er að fjárhæð kr. 81.613,-.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 206 - 2002023F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 206. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Velferðarnefnd - 446 - 2003001F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 446. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. mars sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?