Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1093. fundur 10. febrúar 2020 kl. 08:05 - 09:29 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið er yfir verkefnalista af bæjarráðsfundum.
Kynnt staða verkefna.

2.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður er fram tölvupóstur Þórðar Más Sigfússonar, skipulagsfulltrúa Árneshrepps, dags. 29. janúar sl., ásamt skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Árneshrepps og nýs deiliskipulags í tengslum við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.Sundlaug Flateyrar tjón á þakvirki - 2019060070

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 27. febrúar 2020 frá VÍS um ákvörðun bóta á Sundlaug Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

4.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lagt er fram minnisblað Verkís dags. 29. apríl 2019 vegna ástandsskoðunar á utanhússklæðningu á hjúkrunarheimilinu á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Á fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir fjármagni til hönnunar slökkviliðsstöðvar hjá sveitarfélaginu. Umræður um fyrstu skref.
Bæjarráð felur Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að hefja vinnu við þarfagreiningu fyrir hönnun slökkviliðsstöðvar og setja fram verkáætlun fyrir verkið.
Axel yfirgefur fundinn kl. 8:35.

6.Samstarf við Súðavíkurhrepp um félagsþjónustu - 2020020014

Gerð er grein fyrir stöðu samstarfs um félagsþjónustu við Súðavíkurhrepps um félagsþjónustu.
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir stöðunni.

7.Kaup á mat og tengdri þjónustu - Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - 2019070001

Lagt er til að framlagður samningur milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um kaup á mat og tengdri þjónustu verði vísað til bæjarstjórnar til samþykktar og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar.

8.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Umræður um stöðu mála á Flateyri og Suðureyri í kjölfar flóðanna 14. janúar sl.
Umræður fóru fram.

9.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Stefanía Ásmundsdóttir sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs fer yfir stöðu mála er varðar Stúdió Dan og líkamsrækt á Ísafirði.
Stefanía mætir til fundar og fer yfir stöðu í líkamsræktarmálum á Ísafirði.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 9:13.

Gestir

  • Stefanía Ásmundsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:51

10.Ársfjórðungsuppgjör Q4 2019 - 2020020009

Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir fjórða ársfjórðung 2019 sem var sent Hagstofu Íslands 7. febrúar síðastliðinn auk minnisblaðs sem er kynnt. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 243 m.kr. fyrir janúar til desember 2019. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðum rekstrarafgangi upp á 82,8 m.kr.
Edda María gerir grein fyrir uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung 2019.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:27.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:14

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Kristnisjóð o.fl. - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, dags. 30. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Tillaga til þingsályktunar um heimildir sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, dags. 30. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
Lagt fram til kynningar.

13.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, dags. 24. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áætlun um að efla starfsemi Fjölmenningarseturs.

14.Tillaga til þingsályktunar um gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, dags. 5. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar, 299. mál.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar þingsályktunartillögunni og bendir á að um öryggissjónarmið sé að ræða.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 205 - 2014080050

Lögð er fram fundargerð 205. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 5. febrúar sl. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:29.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?