Bæjarráð

1091. fundur 27. janúar 2020 kl. 08:05 - 09:19 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði - Fulltrúar almannavarna - 2020010042

Fulltrúar almannavarna mæta á fundinn til að ræða vinnu aðgerðarstjórnar og hvaða lærdóm sé hægt að draga af atburðunum með tilliti til aðgerðarstjórnar, m.a. aðstöðu aðgerðarstjórnar.
Bryndís Ósk Jónsdóttir og Hlynur Snorrason mæta til fundarins og kynna viðbragðsáætlun og aðgerðarstjórn í þeim verkefnum sem upp koma og krefst aðkomu almannavarnanefndar.
Bryndís og Hlynur yfirgefa fundinn.

Gestir

  • Bryndís Ósk Jónsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á Vestfjörðum - mæting: 08:05
  • Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum - mæting: 08:05

2.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði - námskeið á vegum Heilbrigðisstofnunar - 2020010042

Kynnt er áætlun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um að standa fyrir námskeiðum fyrir vettvangsliða á Ísafirði og Patreksfirði og að hluta til í fjarnámi, sem fram kom í tölvupósti Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að veita fyrstu hjálp og búa í smærri byggðakjörnum Vestfjarða sem er langt frá sjúkrahúsi eða sem getur lokast af í fárviðrum.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 24. janúar sl., um skatttekjur og laun frá janúar til desember 2019. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 97,4 m.kr. undir áætlun og eru 2.195,8 m.kr. fyrir árið. Jöfnunarsjóður er 15,8 m.kr. yfir áætlun eða 952,7 m.kr. Að lokum er launakostnaður 34,5 m.kr. undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 2.644,7 m.kr. í lok árs 2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagt er fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknifulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 24. janúar sl., vegna lokunar á koparlínum sem hefur áhrif á neyðarhnappana á Hlíf. Auk þess eru lögð fram drög að viðauka 4 með tillögu að endurnýjun neyðarhnappa. Kostnaðurinn er 670.000,- án vsk. auk mánaðarlegrar áskriftar að þeim hnöppum sem eru í þjónustu, árlegur kostnaður er kr. 1,75 m.kr. Samtals kostnaður vegna neyðarhnappa sem ekki ert gert ráð fyrir á árinu 2020 er því kr. 2,42 m.kr., fært á móti ófyrirséðum kostnaði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu viðaukans og felur bæjarstjóra að kanna möguleika í stöðunni í samræmi við umræður á fundinum.

5.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða 4,9 m.kr. styrk til björgunarsveita í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík sem og Rauðakrossdeild í þakklætisskyni fyrir björgunarstörf á Flateyri og í Súgandafirði. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á 5 m.kr. áætluðu viðhaldi í Funa. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 168.000.000,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 5.000.000,- og fer úr afkomu kr. 29.000.000,- í afkomu kr. 24.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019

Tekin er fyrir beiðni frá Gísla Eiríkssyni, f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar um styrk til greiðslu framkvæmdaleyfis vegna stígagerðar í Eyrarhlíð. Framkvæmdaleyfið er að fjárhæð kr. 81.613,-.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

7.Aukning eldvarna og innleiðing eigin eldvarnareftirlits - 2020010079

Kynnt er samkomulag Ísafjarðarbæjar og Eldvarnabandalagsins um samstarf um aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits, ódags. 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edvald, f.h. nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpi til breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til afgreiðslu í velferðarnefnd.

9.Verkefni Ofanflóðasjóðs í landi Ísafjarðarbæjar - 2019100085

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðarstofu, dags. 23. janúar sl., ásamt drögum að greinargerð innviðamála. Bæjarfulltrúar eru boðaðir til fundar með átakshóp ríkisstjórnarinnar vegna fárviðris í desember 2019. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. janúar n.k.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna greinargerð.

10.Háskólasetur Vestfjarða - stefnumótun, aðalfundur o.fl. - 2020010074

Lagður er fram tölvupóstur Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, dags. 16. janúar sl., ásamt fundarboði til stofnaðila til stefnumótunarfundar Háskólaseturs Vestfjarða sem haldinn verður 30. janúar n.k. milli kl. 11:30 og 18:00 í Háskólasetrinu.
Lagt fram til kynningar.

11.35. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2020010076

Lagður er fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar sl., ásamt fundarboði Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra, dags. 20. janúar sl., á 35. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars n.k. milli kl. 10:30 og 15:45.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?