Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1085. fundur 02. desember 2019 kl. 08:05 - 09:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fræðsluáætlun Ísafjarðarbæjar - 2019110077

Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, mætir til fundar bæjarráðs til að kynna fræðsluáætlun og starfsemi Fræðslumiðstöðvar.
Bæjarráð vekur athygli á mikilvægi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir endurmenntun íbúa á svæðinu og hvetur starfsmenn jafnt sem fyrirtæki til að nýta sér þá fræðslu og þjónustu sem þar er í boði.
Baldur og Sædís yfirgefa fundinn kl. 8:25.

Gestir

  • Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður - mæting: 08:05
  • Baldur Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:05

2.Ferðaþjónustan í Reykjanesi - 2019110027

Jón Heiðar Guðjónsson mætir til fundar f.h. Ferðaþjónustunnar í Reykjanesi ehf. í samræmi við bókun frá 1082. fundi bæjarráðs sem haldinn var 11. nóvember sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Jón Heiðar yfirgefur fundinn kl. 8:53.

Gestir

  • Jón Heiðar Guðjónsson, Ferðaþjónustunni Reykjanesi - mæting: 08:25

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Tillaga Í-listans sem lögð var fram á 446. fundi bæjarstjórnar um breytingar á fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir 2 m.kr. framlagi til Blábankans og að framlög verði tryggð í skapandi sumarstörf og stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins. Þegar hefur verið gert ráð fyrir 85 m.kr. í fráveitu í 4 ára fjárfestingaráætlun en fyrir mistök voru þær tölur ekki í gögnum við fyrri umræðu.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:54

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 29. nóvember sl., með samantekt á breytingum frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020 til bæjarstjórnar til síðari umræðu.
Edda María yfirgaf fundinn kl. 9:32.

5.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Kynnt skýrsla um rekstur og horfur Edinborgarhússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við ríkið um þríhliðasamning milli Ísafjarðarbæjar, menntamálaráðuneytisins og Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins um rekstur og starfsemi menningarmiðstöðvarinnar.

6.BsVest - ýmis mál 2018-2019 - 2018020001

Umræður um stöðu í Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fólks með fötlun.
Umræður fóru fram.

7.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Kynnt eru drög að viljayfirlýsingu vegna áætlana um uppbyggingu kláfs í Eyrarhlíð, dagsett 11. nóvember sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ný drög að viljayfirlýsingu vegna áætlunar um uppbyggingu kláfs í Eyrarhlíð og leggja til við bæjarráð.

8.4. haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2019090076

Lögð fram þinggerð 4. haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem haldið var 25. og 26. október sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 29. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða áhrif frumvarps til laga um breytingar á Jöfnunarsjóði með tilliti til hagsmuna Ísafjarðarbæjar.

10.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2019 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 16. júlí sl., ásamt umsókn Kristínar Guðmundu Pétursdóttir f.h. Litlabýlis ehf., vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II að Ránargötu 2, Flateyri, Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 29. nóv sl., ásamt umsögnum Heilbrigðiseftirlits dags. 16. sept sl.,
og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 1. ágúst sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins til Litlabýlis ehf. um rekstrarleyfi í flokki II að Ránargötu 2, Flateyri.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91 - 1911021F

Fundargerð 91. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 - 1911018F

Fundargerð 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á erindi, með vísan í 29. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það á ábyrgð sveitafélaga að annast vinnslu aðalskipulags. Jafnframt með vísan í lóðaúthlutunarreglur gr. 1.4 ber Ísafjarðarbæ að hafna umsóknum um lóðir á óskipulögðum svæðum.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að óska eftir því að endurskoðun á hættumati undir Gleiðarhjalla verði flýtt svo unnt verði að hefja skipulagsvinnu.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Hafnarstræti 9, Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við A-götu 1 skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar jafnframt eftir tillögum frá Hverfisráði Súgandafjarðar, að nafni fyrir A-götu 1.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 Skipulags- og mannvirkjarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Austurveg 13.

Fundi slitið - kl. 09:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?