Bæjarráð

1082. fundur 11. nóvember 2019 kl. 08:05 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Sigurður J. Hreinsson mætir sem áheyrnarfulltrúi fyrir Í-listann.

1.Aðild að RS Raforku - 2019050060

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjaritara og Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 7. nóvember sl., vegna útboðs á raforku.
Lagt fram til kynningar.
Eyþór yfirgefur fundinn kl. 8:16.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:09

2.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. nóvember sl., þar sem tilkynnt er um að fallið sé frá einu tilboði í íbúð í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð fellst á að fallið verði frá tilboðinu.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - framkvæmdaáætlun - 2019030031

Umræður um framkvæmdaáætlun 2020-2023
Umræður fóru fram.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:16
  • Axel Rodriguez, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:18

4.Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár - 2019030031

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, bæjarritara, og Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 8. nóvember, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
Umræður fóru fram.
Edda María yfirgaf fundinn kl. 8:40.
Axel yfirgefur fundinn kl. 08:50.

5.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Kynnt minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, fyrrv. sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. október 2019, þar sem lagt er mat á kostnað við kaup á nýju snjómoksturstæki og mögulegt útboð á vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1080. fundi sínum 28. október sl., og frestaði afgreiðslu þess
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að unnið sé að útboði á vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.

6.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083

Lagt fram bréf Péturs Friðjónssonar f.h. Byggðastofnunar, dagsett 8. nóvember sl., vegna úthlutunar aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.

7.Skipulagsbreytingar - öldrunarþjónusta - 2019080054

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. nóvember sl., varðandi skipulagsbreytingar í öldrunarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að tómstundamálum og virkniúrræðum verði fundinn farvegur sem sniðinn verði að þörfum allra íbúa í Ísafjarðarbæ, 67 ára og eldri, í samvinnu við aðila sem að málaflokknum koma.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja með formlegum hætti og skipi fyrir um tilfærslu málaflokks 53 (þjónustuíbúðir) frá velferðarsviði til umhverfis- og eignasviðs. Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að heimila ráðningu öldrunarfulltrúa í heilt stöðugildi.


Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:01
Kristján Þór Kristjánsson yfirgaf fundinn undir þessum lið. Margrét yfirgefur fundinn kl. 9:12.

8.Skipulagsbreytingar - verslun íbúa Hlífar - 2019080054

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. nóvember sl., varðandi þá kosti sem til staðar eru varðandi skipulagsbreytingar á Hlíf er snúa að verslun íbúa Hlífar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við húsfélögin á Hlíf um mögulega aðkomu reksturinn á versluninni á Hlíf.

9.Ferðaþjónustan í Reykjanesi - 2019110027

Lagt fram bréf Jóns Heiðars Guðjónssonar f.h. Ferðaþjónustunnar í Reykjanesi ehf., dagsett 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna reksturs ferðaþjónustu í Reykjanesi.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og býður honum að mæta til fundar við bæjarráð.

10.Ársskýrslur 2017-2020 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2018030014

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

11.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, formanns Hverfisráðsins í Hnífsdal, dagsettur 5. nóvember sl. Meðfylgjandi er fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember sl., og bréf vegna göngustíga, félagsheimilisins, Bakkaskjóls og Gamla barnaskólans.
Bæjarráð vísar beiðni um nýjan stíg í Hnífsdal til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um viðhaldsþörf og áætlað viðhald varðandi Félagsheimilið í Hnífsdal, Bakkaskjól og Barnaskólann í Hnífsdal.

12.Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Láru Kristínar Traustadóttur f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsettur 4 nóvember sl., þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

13.Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 4. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Umsagnarfrestur er til 18. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. Umsagnarfrestur er til 27. nóvember nk.
Frumvarpinu vísað til velferðarnefndar.

15.Velferðarnefnd - 443 - 1911005F

Fundargerð 443. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?