Bæjarráð

1080. fundur 28. október 2019 kl. 08:05 - 10:01 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjaritari
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, og Hjördís Þráinsdóttir, persónuverndarfulltrúi, mæta til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Hjördís brýndi fyrir fundarmönnum ábyrgð vegna birtingar fylgiskjala.
Hjördís yfirgaf fundinn kl. 08:12.

Gestir

  • Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri - mæting: 08:05

2.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 24. október sl., þar sem fram kemur að tilboð hefur borist í íbúð 0301 í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboðið í Sindragötu 4a, Ísafirði.

3.Verkefni Ofanflóðasjóðs í landi Ísafjarðarbæjar - 2019100085

Lagður fram tölvupóstur Hafsteins Pálssonar f.h. Ofanflóðasjóðs, dagsettur 24. október sl., með yfirliti yfir verkefni Ofanflóðasjóðs í landi Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna stöðu ofanflóðavarna í Hnífsdal.

4.Ráðning slökkviliðsstjóra - 2019090105

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 24. október sl., varðandi ráðningu slökkviliðsstjóra slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningaferli slökkviliðsstjóra.

5.Tillaga að nafni á veggöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar - 2019100070

Lagðir fram tveir tölvupóstar Jónasar Guðmundssonar, dagsettir 11. og 24. október sl., ásamt bréfum með sömu dagsetningum. Jónas leggur til að bæjarráð leggi til við ráðherra samgöngumála að veggöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði nefnd Hrafnseyrargöng. Í seinna bréfi Jónasar frá 24. október er viðauki við tillöguna.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Bæjarráð er þó einhuga um að göngin verði nefnd Dýrafjarðargöng eins og þau hafa verið kölluð.

6.Leigufélagið Bríet - 2019100069

Lögð fram kynning á Leigufélaginu Bríet.

7.Staða sjúkraflugs á Íslandi - 2019100084

Umræður um stöðu sjúkraflugs á Íslandi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mætir til fundar bæjarráðs.
Gylfi Ólafsson mætir til fundarins og ræðir um stöðu sjúkraflugs og heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.
Gylfi yfirgefur fundinn kl. 9:12.

Gestir

  • Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða - mæting: 08:41

8.Loftræstikerfi í Stjórnsýsluhúsi - 2019100077

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dagsett 25. október sl., vegna endurnýjunar loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Bæjarráð vísar framkvæmdinni til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:17
  • Axel Rodriguez, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 09:17
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:17

9.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 25. október 2019, þar sem lagt er mat á kostnað við kaup á nýju snjómoksturstæki og mögulegt útboð á vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Bæjarráð ákveður að frestar umræðu um vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal til næsta fundar.

10.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Umhverfisnefnd telur að fyrsta skref við áætlunargerð vegna fráveitumála sveitarfélagsins sé að mynda lagnir í öllum byggðarkjörnunum. Umhverfisnefnd óskar eftir fjárveitingum á árinu 2020.
Bæjarráð vísar verkefninu til fjárhagsáætlunagerðar 2020.
Brynjar, Axel og Edda María yfirgefa fundinn.

11.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2019 - 2019100071

Lagður fram tölvupóstur Þórdísar Bjartar Sigþórsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 21. október sl., þar sem kynnt er að ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa verði haldinn 14. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

12.60 ára afmæli Félags heyrnarlausra - 2019100072

Lagðir fram tölvupóstar Þrastar Friðþjófssonar f.h. Félags heyrnarlausra, dagsettir 24. október sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á blaði í tilefni 60 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja málefnið að svo stöddu.

13.Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

15.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í fræðslunefnd.

17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 148 - 1910018F

Fundargerð 148. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 22. október sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fræðslunefnd - 410 - 1910004F

Fundargerð 410. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:01.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?