Bæjarráð

1079. fundur 21. október 2019 kl. 08:05 - 09:56 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Umræður um fjárfestingar og viðhald.
Bæjarráð leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að halda áfram með vinnu við áætlun í fráveitumálum.
Edda María yfirgefur fundinn undir þessum lið kl. 8:41.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
  • Axel Rodriguez, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 08:10
  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 17. október 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Brúnás um kaup á innréttingum í Sindragötu 4A.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Brúnás um kaup á innréttingum í Sindragötu 4a að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

3.Sundabakki - íbúafundur - 2016090029

Lagt er fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dagsett 18. október sl., þar sem lagt er til að boðað verði til íbúafundar til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabakka auk þess að kynna drög að lokaskýrslu starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til íbúafundar þar sem kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabakka og drög að lokaskýrslu starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa.

4.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 18. október sl., með tillögu að niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn samþykkir að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld, af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í og auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar. Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. nóvember 2020. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.“
Brynjar Þór og Axel yfirgefa fundinn kl. 9:08.

5.4. haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2019090076

Tillaga Ísafjarðarbæjar að ályktun fyrir 4. haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum til að vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna og leggja sig fram við að viðhalda samstöðu þar á milli. Með því að snúa bökum saman verða sveitarfélögin betur í stakk búin til að auka gæði þjónustu sem þau veita og styðja við uppbyggingu öflugs atvinnulífs. Þar erum við að hefja stórsókn og er gott samstarf lykillinn að árangri. Það er skylda okkar sveitarstjórnarfólks að vera stanslaust vakandi fyrir leiðum til að vinna betur saman, með þjónustu íbúa að leiðarljósi.

6.Samstarf slökkviliða á Norðanverðum Vestfjörðum - 2013020028

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. október sl., varðandi samstarf slökkviliða á Norðanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð tekur tillögum Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps fagnandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með bæjarstjórum sveitarfélaganna og óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélaganna í framhaldinu.

7.Samgönguáætlun 2020-2034 - 2019100053

Lögð eru fram til kynningar drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, ásamt fylgiskjölum úr Samráðsgátt.
Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að setja aukið fjármagn í vegaframkvæmdir um allt land. Flýting framkvæmda við Dynjandisheiði mun hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum og er Íslendingum öllum til hagsbóta. Á sama tíma telur bæjarráð vegskála milli Súðavíkur og Ísafjarðar til marks um skammsýni þar sem eina leiðin til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu séu jarðgöng. Jafnframt kallar bæjarráð eftir nánari útlistun á áætlunum um veggjöld í jarðgöngum þar sem bæjarráð telur ekki boðlegt að íbúar þurfi að greiða veggjöld þegar aðeins er ein leið í boði milli byggðakjarna.

8.Opnun íþróttamiðstöðvar á Þingeyri haust 2019 - 2019080037

Lagt er fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, sem barst 18. október sl., um aukinn opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um lengri opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri fyrir árið 2019 og vísar tillögu um lengri opnunartíma 2020 til fjárhagsáætlunargerðar.

9.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagður er fram tölvupóstur Vaidu Brazuinaite, verkefnastýru Tungumálatöfra 2020, dags. 18. október sl., ásamt beiðni um stuðning, dags. sama dag.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum verkefnisins og gera drög að samningi til 3ja ára og vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

10.Íslandsmót í Boccia 2019 - styrkbeiðni - 2019060055

Lagt fram bréf Hörpu Björnsdóttur f.h. mótsnefndar íþróttafélagsins Ívars, dagsett 9. október sl., þar sem komið er á framfæri þakklæti til Ísafjarðarbæjar fyrir að styrkja félagið með gjaldfrjálsum aðgangi að Íþróttahúsinu á Torfnesi, þegar Íslandsmót í boccia var haldið.
Bæjarráð óskar íþróttafélaginu Ívari til hamingju með glæsilegt mót og þakkar fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og tómstundastarfs íbúa.

11.Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til umsagnar í velferðarnefnd.

12.Frumvarp til laga um barnaverndarlög, 123. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefnasviðs Alþingis, dags. 18. október sl., með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við lálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í barnaverndarnefnd.

13.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020

Lagðar fram fundargerðir 124. og 125. funda stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 200 - 1910011F

Fundargerð 200. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?