Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
87. fundur 30. september 2025 kl. 12:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skeið 7 - Umfangsflokkur 1 - 2025050161

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr 84 var málið tekið fyrir og voru byggingaráform samþykkt.

Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols, vatns- og raflagna frá Eflu.

Fyrir liggja staðfestingar á skráningu Byggingarstjóra og iðnmeistara verksins



Samþykkt. Byggingarleyfi útgefið. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2.Brekkugata 5 - Umfangsflokkur 2 - 2025090163

Lögð er fram umsókn um Gunnlaugs Björns Jónssonar f.h Trésmiðs ehf. Sótt er um leyfi til að gera húsið upp að utan sem innan. Byggingaráform hafa áður verið samþykkt árin 2017 og 2021 svo um endurnýjun á umsókn er að ræða þar sem samþykkt áforma voru dottin úr gildi.
Erindi frestað m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa.

3.Brekkugata 7 - Umfangsflokkur 2 - 2025030179

Lögð er fram umsókn Gunnlaugs Björns Jónssonar um byggingarheimild f.h Garðagleði ehf. vegna stækkunar á mannvirkinu sem og endur bóta á ytra byrði hússins. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 651 lagði nefndin til að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteigna við Brekkugötu 5, 6 og 8 ásamt Fjarðargötu 10a. Engar athugasemdir bárust.

Til viðbótar við umsókn eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Gingi teiknistofu ásamt jákvæðri umsögn Minjastofnunar.





Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrðum gr. 2.3.8 sömu reglugerðar verður uppfyllt.

4.Byggðasafn Vestfjarða. Umsókn um stöðuleyfi - 2025060012

Lögð er fram umsókn Byggðasafns Vestfjarða um stöðuleyfi á gám fyrir safnkosti.

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 658 þann 11.09.2025 þar sem nefndin lagði til að umsókn um stöðuleyfi fyrir gám verði samþykkt við gafl Jónshúss.

Erindi samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsækjanda er bent á að stöðuleyfi er hugsað sem tímabundin lausn og er því hvattur til að leita sér varanlegra lausna.

5.Umsókn um stöðuleyfi - 2025090142

Lögð er fram umsókn Halldórs Karls Valssonar um stöðuleyfi fyrir færanlegu gufubaði við fjöruborðið við Suðurtanga 4. Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir og greinargerð um gufubaðið.
Málunu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar á umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?