Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Æðartangi 9 - Umfangsflokkur 2 - 2025060060
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 85 þar sem byggingaráform voru samþykkt með fyrirvara á að skilað yrði inn uppfærðum aðaluppdráttum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Sei arkitektum ásamt séruppdráttum tengdum jarðvinnu, sökkli og lögnum í grunni frá verkfræðistofunni VIK.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Sei arkitektum ásamt séruppdráttum tengdum jarðvinnu, sökkli og lögnum í grunni frá verkfræðistofunni VIK.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkþáttum tengdum jarðvinnu, sökkulsmíð og lögnum í grunni.
2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 82 þar sem byggingaráform voru samþykkt með fyrirvara á að skilað yrði inn uppfærðri skráningartöflu.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lögð fram uppfærð gögn frá Sei arkitektum ásamt séruppdráttum tengdum jarðvinnu, sökkli og lögnum í grunni frá verkfræðistofunni VIK
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lögð fram uppfærð gögn frá Sei arkitektum ásamt séruppdráttum tengdum jarðvinnu, sökkli og lögnum í grunni frá verkfræðistofunni VIK
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkþáttum tengdum jarðvinnu, sökkulsmíð og lögnum í grunni.
3.Strandgata 7 - Umfangsflokkur 1 - 2025080079
Lögð er fram umsókn um Jóhanns Birkis byggingarleyfi f.h Björgunarsveitarinnar Tindar í Hnífsdal.
Sótt er um að byggja 30 m2 steypta viðbyggingu við húsið.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís.
Sótt er um að byggja 30 m2 steypta viðbyggingu við húsið.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís.
Sökum þess að ekkert deiliskipulag er til staðar fyrir svæðið er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar. Jafnframt er óskað álits Minjastofnunar á framkvæmdunum.
4.Borg/Mjólkárvirkjun 140670 - Umfangsflokkur 1 - 2025050118
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 84 og voru byggingaráform samþykkt með fyrirvara á uppfærðum aðaluppdráttum hönnuðar.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Teiknistofunni Tröð
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Teiknistofunni Tröð
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrðum gr. 2.4.4 sömu reglugerðar verður uppfyllt.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrðum gr. 2.4.4 sömu reglugerðar verður uppfyllt.
5.Stefnisgata 8 - Umfangsflokkur 1 - 2025050121
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 84 og voru byggingaráform samþykkt með fyrirvara á uppfærðum aðaluppdráttum hönnuðar.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagður fram uppfærður aðaluppdráttur frá KOA arkitektum ásamt séruppdráttum jarðvinnu og sökkuls frá Jóni Kristjánssyni byggingarverkfræðing
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagður fram uppfærður aðaluppdráttur frá KOA arkitektum ásamt séruppdráttum jarðvinnu og sökkuls frá Jóni Kristjánssyni byggingarverkfræðing
Samþykkt. Takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir verkþáttum tengdum jarðvinnu og sökkli með fyrirvara á staðfestingu iðnmeistara á verkið. Ekki er heimild til vinnu við frekari verkþætti fyrr en gögn þeim tengd skila sér til leyfisveitanda.
6.Umsókn um stöðuleyfi - 2025080095
Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um stöðuleyfi vegna geymslu og efnis á lóð Ísafjarðarbæjar að Skeiði. Stöðuleyfið er fyrir framkvæmdartíma vegna nýrrar stofnlagnar hitaveitu frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubús Vestfjarða að Skeiði. Jafnframt er lögð loftmynd af staðsetningu svæðið.
Sökum staðsetningar er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
7.Mjólkárvirkjun - Umsókn um stöðuleyfi - 2025080094
Lögð er fram umsókn frá Dagný Ísafold Kristinsdóttir f.h Borgarverks ehf. um stöðuleyfi vegna gistiaðstöðu fyrir starfsfólk á vegum Borgarverks sem vinnur að vegaframkvæmdum á Dynjandisheiði. Borgarverk óskar eftir hugmynd að staðsetningu innan tiltekins svæðis.
Um er að ræða 20-25 samsetta gáma þar sem hvert herbergi hefur sér klósett- og sturtuaðstöðu.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af því svæðið sem Borgarverk óskar eftir að koma upp gistisvæði.
Um er að ræða 20-25 samsetta gáma þar sem hvert herbergi hefur sér klósett- og sturtuaðstöðu.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af því svæðið sem Borgarverk óskar eftir að koma upp gistisvæði.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar og eins til hugmynda varðandi staðsetningu vinnubúða.
8.Smiðjugata 4, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2025070068
Lögð er fram umsókn Rósumundu G. Bjarnadóttur um stöðuleyfi gáms á lóð sinni. Vegna framkvæmda í húsinu er óskað eftir því að fá leyfi fyrir gáminn til hámark 6 ára.
Samhliða umsókn er kröfum um fylgigögn fylgt og þau öll lögð til hliðsjónar
Samhliða umsókn er kröfum um fylgigögn fylgt og þau öll lögð til hliðsjónar
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 6. mánaða.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?