Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Æðartangi 2 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030146
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 649 og var jákvætt tekið í erindið en bent á að framkvæmdaraðili hugi að sjónlengdum í tengslum við úttafakstur á bílastæði.
Erindi samþykkt. Líkt og skipulags- og mannvirkjanefnd vekur athygli á er framkvæmdaraðila bent á að huga að sjónlengdum í tengslum við úttafakstur á bílastæði.
2.Dynjandi, vinnubúðir. Umsókn um stöðuleyfi - 2025040119
Lögð er fram umsókn Dagnýjar Ísafold f.h Borgarverks ehf. um stöuleyfi fyrir vinnu/kaffiskúr fyrir starfsfólk Borgarverks á meðan framkvæmdum við vegagerð stendur yfir.
Jafnframt er lögð fram staðsetning vinnuskúrs og samþykki Umhverfistofnunar.
Jafnframt er lögð fram staðsetning vinnuskúrs og samþykki Umhverfistofnunar.
Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki Umhverfisstofnunar fyrir staðsetningu vinnuskúrs.
3.Brekkugata 7 - Umfangsflokkur 2 - 2025030179
Lögð er fram umsókn Gunnlaugs Björns Jónssonar um byggingarleyfi f.h Garðagleði ehf.
Sótt er um leyfi til að stækkunar húsnæðis á þann veg að þakhæð sé byggð á núverandi hús, með stiga á milli hæða. Eins stendur til að klæða húsið með bárujárni.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Gingi teiknistofu ásamt jákæðri umsögn Minjastofnunar vegna framkvæmdanna.
Sótt er um leyfi til að stækkunar húsnæðis á þann veg að þakhæð sé byggð á núverandi hús, með stiga á milli hæða. Eins stendur til að klæða húsið með bárujárni.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Gingi teiknistofu ásamt jákæðri umsögn Minjastofnunar vegna framkvæmdanna.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
4.Túngata 19 - Umfangsflokkur 1 - 2025040130
Lögð er fram umsókn frá Shruthi Basappa f.h Dóru Hlín Gísladóttur vegna breytinga á norðurhlið hússins. Óskað er eftir því koma fyrir stærri gluggum en þeim sem fyrir eru.
Erindi frestað. Kallað er eftir hönnunargögnum arkitekts.
5.Torfnes 138846 L138846; umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 1 - 2025030205
Lögð er fram umsókn Ísafjarðarbæjar um byggingarheimild vegna byggingar stúkuhúss við Torfnesvöll.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu.
Byggingarheimild veitt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Umsækjanda er bent á að séruppdrætti þarf að senda til leyfishafa áður en kemur til lokaúttektar.
Umsækjanda er bent á að séruppdrætti þarf að senda til leyfishafa áður en kemur til lokaúttektar.
6.Hnífsdalsvegur 27 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025040070
Lögð er fram tilkynning um framkvæmd frá Þresti Marsellíussyni ehf. vegna breytinga á skráningu mannvirkis. Sótt er um að skipta eigninni í fjögur fasteignanúmer í stað eins. Engar breytingar eru að eiga sér stað á notkun eða innri rýmum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
7.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2025040071
Lögð er fram fyrirspurn frá Bjarka Rúnari Arnarsyni vegna aukins nýtingarhlutfalls á lóð Stefnisgötu 8. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfalli verði breytt úr 0.7 í 0.8. Jafnframt er óskað eftir því að byggja út fyrir byggingarreit sem nemur 0.3 m2
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
8.Torfnes menntaskóli - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030136
Lögð er fram tilkynning um framkvæmd frá Menntaskólanum á Ísafirði. Tilkynnt er um framkvæmd er snýr að uppsetningu á sólarselluvirki og smáhýsi er geymir rafhlöðu og stýringar. Um er að ræða samvinnuverkefni Menntaskólans með Orkubúi Vestfjarða og Bláma um rannskóknir og mælingar á sólarorku á norðurslóðum. Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Menntaskólanum á Ísafirði. Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 649 og voru ekki gerðar athugasemdir við framkvæmdina.
Erindi samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?