Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
74. fundur 21. mars 2024 kl. 08:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Seljalandsvegur 73, Ísafirði. Grenndarkynning - 2023120102

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 625. Niðurstaða nefndar var á þá leið að tekið var undir þau sjónarmið er komu fram við grenndarkynningu að framkvæmdin raski götumynd enn frekar en orðið hefur.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Studío Granda.

Jákvætt er tekið í erindið. M.v í gr. 5.9.4 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er erindinu vísað skipulag- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar

2.Veðrará-Ytri í Önundarfirði L141030. Fyrirspurn til varðandi byggingu bílskúrs - 2024030128

Lögð er fram fyrirspurn frá Gunnar Gauk Magnússyni vegna fyrirhugaðrar byggingu bílskúrs á jörð sinni.
Engin fylgisköl eru lögð fram.
Umsækjanda verða sendar leiðbeiningar í pósti

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðri-Tunga 1 202827 - Flokkur 1, - 2024030136

Lögð er fram umsókn um byggingarheimild frá Snævari Sölva Sölvasyni vegna leiðréttingar á skráðum fermetrum eignarinnar.
Jafnframt eru lagðir upp aðaluppdrættir frá Seistudio ásamt skráningartöflu
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Daltunga 4 - Flokkur 3, - 2024030093

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Tanga ehf. vegna byggingar einbýlishúss úr timbri á lóðinni.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um lagfæringar hönnuðar á aðaluppdráttum. Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Oddavegur 11 - Flokkur 2, - 2024030091

Lögð er fram umsókn Jóns Grétars Magnússonar um byggingarleyfi f.h Bræðranna Eyjólfsson ehf. Sótt eru um breytingar á notkun húsnæðisins. Húsnæðið er nú skráð sem iðnaðarhúsnæði. Óskað er eftir því að fyrsta hæð hússins breytist í ostavinnslu og íbúðarrými fyrir húsvörð. Á efri hæð hússins er fyrirhugað safn og veitingasala.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflu.
Þar sem húsnæðið er á iðnaðar- og hafnarsvæði skv. gildandi deiliskipulagi er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Torfnes - Eyri - Flokkur 3, - 2024030037

Lögð er fram umsókn Indro Indriða Candi f.h Heilbrigðisráðuneytisins vegna viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Eyri. Viðbyggingin er íbúða/meðferðarkjarni á einni hæð með 10 íbúðum.
Jafnfram eru lagðir fram aðaluppdrættir frá VA arkitektum ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um lagfæringar hönnuðar á aðaluppdráttum. Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?