Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
72. fundur 20. desember 2023 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skeið 1 - Fyrirspurn v. rafhleðslustöðva og ljósaskiltis - 2023120070

Lögð er fram fyrirspurn Unnars Hermannssonar f.h Eramus eignarhaldsfélags ehf. vegna uppsetningar á rafhleðslustöðvum á lóð félagsins. Eins er sóst eftir því að koma upp ljósaskilti á lóðarmörkum.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Orkunni er sýnir staðsetningu hleðslustöðva og ljósaskiltis, dags. 1. nóvember 2023.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að heimila uppsetningu rafhleðslustöðva.
Erindi tengt rafhleðslustöðvum er samþykkt. Óskað er frekari gagna vegna ljósaskiltis m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 38 - Flokkur 1, - 2023030063

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 65 þann 11.mai 2023 og voru byggingaráform samþykkt fyrir framkvæmdir á fyrstu hæð hússins. Umsækjanda var bent á að gera grein fyrir algildri hönnun á annarri og þriðju hæð hússins.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagður fram uppfærður uppdráttur grunnmynda frá Eflu.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallargata 25 - Flokkur 2, - 2023060064

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 71 og var takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir verkhlutum er tengjast raflögnum, til viðbótar við vinnu tengda sökklum og lögnum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols útveggja og þaks frá SG Hús
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi útgefið.

4.Mávagarður, 400. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110017

Lögð fram umsókn dags. 2. nóvember 2023, frá Skútusiglingum ehf. varðandi stöðuleyfi við Mávagarð, Ísafjarðarhöfn. Jafnframt lagt fram samþykki Ísafjarðarhafna dags. 3. nóvember 2023.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að stöðuleyfi yrði samþykkt til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.

5.Skeið 3, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110217

Lögð er fram umsókn Nora Seafood ehf. um stöðuleyfi vegna tveggja frystigáma á lóð fyrirtækisins. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir er sýna staðsetningu gámanna auk greinagerða er snúa að öryggisatriðum, útliti, stærð og gerð gámanna.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að stöðuleyfi yrði samþykkt til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.

6.Hnífsdalsvegur 27, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110162

Lögð er fram umsókn Haraldar Hákonarsonar f.h Þrastar Marzellíussonar ehf. vegna stöðleyfa fyrir þrjá gáma. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að stöðuleyfi yrði samþykkt til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.

7.Sindragata 27, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110160

Lögð er fram umsókn Steypustöðvar Ísafjarðar ehf. vegna stöðuleyfis tveggja geymslugáma. Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma. Gámarnir eru nú þegar á svæðinu.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að stöðuleyfi yrði samþykkt til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.

8.Stakkanes 3, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110166

Lögð er fram umsókn Jónu Símoníu Bjarnadóttur f.h vestfirskra villikatta um stöðuleyfi fyrir gám á svæði áhaldahúss Ísafjarðarbæjar. Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 662 og var lagt til að stöðuleyfi yrði samþykkt til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?