Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
70. fundur 01. janúar 1970 kl. 01:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Heiðarbraut 15 (Hvammur)_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010115

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 04.10.2021 og voru byggingaráform þá samþykkt.
Nú eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Kaa er felur í sér þær breytingar að viðbyggingu sé áfangaskipt. Í þessarri yfirferð er áfangi 1 til umfjöllunar.
Byggingaráform er snúa að áfanga 1 eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir uppfærðri skráningartöflu hönnuðar.

2.Viðbygging við Stúku- Umsókn um byggingarheimild - 2023100095

Lögð er fram umsókn Vals Richter f.h Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar um byggingarheimild fyrir viðbyggingu við stúku að Torfnesi.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir skráningartöflu hönnuðar.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4a - Flokkur 2, - 2023100033

Lögð er fram umsókn Shruthi Basappa f.h Vestfirskra Verktaka ehf. vegna byggingarleyfis á fjölbýlishúsi.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Seistudio ásamt skráningartöflu, hljóðvistargreining frá Myrra hljóðstofa.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Tungubraut 10-16 - Flokkur 2, - 2023060147

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 67. þann 30.júní 2023 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagðir fram séruppdráttir raflagna frá Svani Baldurssyni ásamt séruppdráttum hita- neyslu- og fráveitulagna í jörðu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með fyrirvara á staðfestingu húsasmíðameistara er takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir verkhlutum tengdum sökkli, lagnavinnu í jörðu ásamt vinnu tengdri raflögnum.
Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Silfurgata 11 138632 - Flokkur 1, - 2023100125

Lögð er fram umsókn Kjartans Árnasonar f.h Diegos Ragnars Angemi vegna breytinga á ytra byrði hússins. Sótt er um að fá að koma fyrir þakgluggum á húsið.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Kaa arkitektum, samþykki annara íbúðareigenda ásamt samþykki Minjastofnunar.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

6.Aðalstræti 26 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2023100096

Lögð er fram tilkynning Illuga Örvars Sólveigarsonar f.h Sjóvá vegna framkvæmda tengdum rampi við inngangsdyr hússins. Ástæða framkvæmdarinnar er til að bæta aðgengi fatlaðra að skrifstofum fyrirtækisins.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu er sýna umfang framkvæmdanna.
Þar sem umrædd framkvæmd er utan lóðamarka er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 617 þann 12. október síðastliðinn.
Erindinu var vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa og hönnuði bent á að mannvirkið skuli hannað í samræmi við skilmála í kafla 9.7 núverandi byggingarreglugerðar.
Jafnframt eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá SG Hús ásamt greinargerð brunavarna frá Örugg verkfræðistofu

Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

8.Sundahöfn, 400. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100133

Lögð er fram umsókn Stígs Berg Sophussonar f.h Sjóferða ehf. um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús fyrirtækisins. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar sökum þess að stöðuleyfi er einungis hugsað sem tímabundin lausn. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddu þjónustuhúsi.

9.Sindragata 3, 400. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100132

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Laugi ehf. vegna gáms staðsettum á milli Sindragötu 1 og 3. Um er að ræða áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu, útlitsmynd ásamt greinargerð.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar sökum þess að stöðuleyfi er einungis hugsað sem tímabundin lausn. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddum gám.

10.Eyrarvegur 13, Flateyri. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100131

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Kristínu Guðmundu Pétursdóttur. Sótt er um stöðuleyfi vegna hjólhýsis.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu hjólhýsisins.
Samþykkt. Stöðuleyfi er veitt til 1.maí 2024.

11.Flateyraroddi. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100130

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Páli S. Önundarsyni vegna gáms á Flateyrarodda. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir og loftmynd er sýnir staðsetningu gáms.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar sökum þess að stöðuleyfi er einungis hugsað sem tímabundin lausn. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddum gám. Eins er óskað eftir áliti nefndarinnar á staðsetningu gáms en hún er á lóð Ísafjarðarbæjar.

12.Goðatún 4, Flateyri - umsókn um stöðuleyfi - 2023100108

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Kristjáni Rögnvaldi Einarssyni vegna gáms sem notaður er sem geymsla. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Engin fylgigögn er sýna staðsetningu gáms eru lögð fram.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar sökum þess að stöðuleyfi er einungis hugsað sem tímabundin lausn. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddum gám.

13.Æðartangi 12, 400 Umsókn um stöðuleyfi undir 4 geymslugáma - 2023100154

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Vestfirskum verktökum vegna fjögurra geymslugáma.
Engin fylgigögn eru lögð fram samhliða umsókn
Erindi hafnað. Umsækjanda er bent á að skila inn þeim fylgigögnum sem nauðsynleg eru við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?