Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
66. fundur 15. júní 2023 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 21 - Flokkur 2, - 2023050088

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Prentmiðlunar ehf. vegna viðbyggingar við húsnæði sem og byggingu geymsluhúsnæðis á lóð.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflum.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Minjastofnun.
Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laugar 141250 - Flokkur 2, - 2023050094

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar f.h Orkubús Vestfjarða vegna byggingu dæluhúss á lóðinni.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti hönnuðar m.v í skoðunarskýrslu.
Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Djúpvegur 138924 - Flokkur 1, - 2023050109

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar f.h Búeignar ehf. um byggingarheimild vegna viðbyggingar ætlaðri vélageymslu.
Áður hafði bæjarstjórn heimilað stækkun lóðar á fundi sínum þann 9.febrúar 2023
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skráningartöflu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild er veitt.
Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum hönnuðar m.v í skoðunarskýrslu. Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram m.v í gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar.

4.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009

Lögð er fram umsókn Ísafjarðarbæjar um stöðuleyfi vegna tímabundis almenningssalerni fyrir ferðamenn. Áætluð staðsetning er við Hafnarstræti 17.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd er sýnir staðsetningu salernis ásamt minnisblaði bæjarritara.
Samþykkt. Stöðuleyfi er veitt til 15.10.2023

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallargata 25 - Flokkur 2, - 2023060064

Lagt er fram erindi Björns Drengssonar vegna byggingu einbýlishúss að Vallargötu 25.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá SG Hús, ásamt skráningartöflu.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 610 þann 8.júní og var ekki talið að grenndarkynna þyrftu byggingaráform.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 18 - Flokkur 2, - 2023050095

Lögð er fram umsókn um byggingarheimild frá Jóhanni Birki Helgasyni f.h Helgu Konráðsdóttur um fjölgun eignarhluta í húsinu. Sótt er um að útbúa ósamþykkta íbúð í kjallararými hússins.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skráningartöflu.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuból 3 138013 - Flokkur 2, - 2023060065

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar f.h Kubbs ehf., kt. 660606-1650 vegna viðbyggingar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skráningartöflu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild er veitt.
Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum hönnuðar. Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram m.v í gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Seljalandsvegur 44 - Flokkur 1, - 2023060063

Lögð er fram umsókn Sveins Lyngmo f.h Aðalsteins Óskarssonar um byggingarheimild vegna endurbóta á þaki bílgeymslu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu ásamt skráningu á byggingarstjóra.
Samþykkt með fyrirvara á staðfestingu byggingarstjóra á tilnefningu. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

9.Strandgata 7_Hnífsdal. Fyrirspurn um viðbyggingu - 2023050099

Lögð er fram fyrirspurn frá Helga Hjartarsyni f.h björgunarsveitarinnar Tindar vegna viðbyggingar.
Jafnframt er lagt fram skriflegt samþykki eigenda Strandgötu 7A og 7B vegna framkvæmdanna.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

10.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 19 - Flokkur 1, - 2023030101

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi bygginarfulltrúa nr. 65 þann 11.05.2023 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols sökkuls frá Verkís ásamt skráningu byggingarstjóra og iðnmeistara.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi á verkhlutum er tengjast jarðvinnu og sökkli er veitt. Ekki er heimilt að hefja aðra verkþætti fyrr en séruppdrættir þeirra hafa borist og séu yfirfarnir.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 17 - Flokkur 1, - 2023030102

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi bygginarfulltrúa nr. 65 þann 11.05.2023 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols sökkuls frá Verkís ásamt skráningu byggingarstjóra og iðnmeistara.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi á verkhlutum er tengjast jarðvinnu og sökkli er veitt. Ekki er heimilt að hefja aðra verkþætti fyrr en séruppdrættir þeirra hafa borist og séu yfirfarnir.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þverárgerði 2 - Flokkur 1, - 2023050096

Lögð er fram umsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar f.h Helgu Dóru Kristjánsdóttir um byggingarheimild vegna byggingu frístundahúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir og séruppdrættir burðarþols frá Riss verkfræðistofu, ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

13.Mjólkárvirkjun geymsla mhl. 24- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2023050090

Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða um byggingarheimild/leyfi vegna breytinga á ytra byrði verkstæðishúss.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur af breytingum ásamt staðfestingu burðarþolshönnuðar á að framkvæmdir rýri ekki burðarþol hússins.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?