Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
64. fundur 30. mars 2023 kl. 08:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 63 þann. 21.02.2023 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 13.03.2023 ásamt staðfestingu brunahönnuðar.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

2.Mánagata 6a - Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar - 2023020090

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 63 þann 21.02.2023 og var því frestað
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 13.03.2023
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 38 - Flokkur 1, - 2023030063

Lögð er fram umsókn Sveins Lyngmo um byggingarleyfi f.h Hraðfrystihússins Norðurtanga ehf. vegna breytinga á notkun húsnæðisins og eins breytinga á innra rými.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu dags. 09.03.2023 ásamt gátlista og greinargerð hönnunarstjóra.
Brunavarnarlýsing frá Eflu dags. 17.10.2022
Starfsábyrgðartrygging hönnuða frá TM dags. 29.11.2022
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

4.Fjarðarstræti 20_Umsókn um byggingarleyfi vegna stúdentagarða - 2022100059

Erindið var síðast tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 61 þann 1.12.2022 þar sem takmarkað byggingarleyfi ver veitt fyrir verkhlutum er tengjast jarðvinnu og sökklum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá KOA arkitektum dags. 08.03.2023,
Séruppdráttum burðarþols frá Tensio dags. 30.03.2023
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.Takmarkað byggingarleyfi á verkhlutum er tengjast burðargrind er veitt. Ekki er heimilt að hefja aðra verkþætti fyrr en séruppdrættir þeirra hafa borist og séu yfirfarnir.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Dynjandi 205366 - Flokkur 1, - 2023030057

Lögð er fram umsókn Odds Hermannssonar um byggingarleyfi f.h Umhverfisstofnunar. Sótt er um smíði og uppsetningu tveggja útsýnispalla við Strompgljúfrafoss og Dynjanda. Eins er um að ræða stígagerð og lagfæringar á eldri stígum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Landform dags. 08.03.2023,
burðarþolsuppdrættir ásamt minnisblaði frá Eflu dags. 08.03.2023,
byggingarlýsing og kynning verkefnis frá Landform dags. 21.02.2023,
samþykki landeiganda.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 17 - Flokkur 1, - 2023030102

Lögð er fram umsókn Einars Ólafssonar f.h Nostalgíu ehf. vegna íbúðarhúss á tveimur hæðum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Arkiteo dags. 19.01.2023
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Aðalgata 19 - Flokkur 1, - 2023030101

Lögð er fram umsókn Einars Ólafssonar f.h Nostalgíu ehf. vegna íbúðarhúss á tveimur hæðum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Arkiteo dags. 19.01.2023
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarstræti 18 - Flokkur 1, - 2023030104

Lögð er fram umsókn Sveins Lyngmo um byggingarleyfi f.h Hópferðamiðstöðvar Vestfjarða ehf. vegna breytinga á innra byrði húsnæðis sem og fjölgun eignarhluta.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu dags. 24.1.2023 ásamt skráningartöflu og starfsábyrgðartryggingu hönnuða frá TM.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?