Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
60. fundur 10. nóvember 2022 kl. 08:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Axel Rodriguez Överby leggur fram umsókn um stöðuleyfi umsókn um stöðuleyfi WC gáms við Torfnesvöll f.h eignasjóðs Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

2.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Hermann Hermannsson leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna þriggja gáma f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

3.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Hermann Hermannsson leggur fram umsókn um stöðuleyfi f.h slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna gáms á Suðurtanga. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.

Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

4.Aðalstræti 7 - Tilkynning um framkvæmd á Edinborgarhúsi - 2022100042

Ingi Björn Guðnason leggur fram tilkynningu um framkvæmd f.h Edinborgarhússins ehf vegna breytinga á flóttastiga. Í flóttaleið af 2 og 3 hæð kemur snúinn stálstigi í stað þess eldri sem er hringstigi.
Jafnframt eru lagði fram aðaluppdrættir frá Kanon arkitektum dags. 26.09.2022,
greinargerð brunahönnunar frá Örugg verkfræðistofa dags. 28.08.2022,
Umsögn Minjastofnunar dags. 28.02.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Brekka 1 og 2 140625 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080019

Erindið var tekið fyrir fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 592 þann 12.09.2022 og var óskað eftir frekari gögnum.
Til viðbótar við áður framlögð er nú skilað inn afstöðumynd af svæðinu frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 29.12.2021,
Skráningartöflum húsanna,
Breyttum forsendum umsóknar ásamt nýjum málsaðila. Ný umsókn miðar að því að sótt er um byggingu frístundahúsa til eigin nota.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áður en byggingarheimild er veitt er óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar. Eins er óskað eftir samþykki hönnuðar aðaluppdrátta á því húsi jarðarinnar er byggt var árið 2010, fyrir því að notast sé við sömu aðaluppdrætti við umsókn þessa.

6.Æðartangi 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 55. þann 23.06.2022 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram burðarþolsuppdrættir sökkuls frá Eflu dags. 06.10.2022
Skráningar á byggingarstjóra ásamt iðnmeisturum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Takmarkað byggingarleyfi er veitt er nær til verkhluta tengdum jarðvinnu og sökklum.
Óskað er eftir uppfærðri skráningartöflu hönnuðar.

7.Tjarnargata 8 - Fyrirspurn um byggingu grillskýlis við skautasvell - 2022110026

Jón Grétar leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h óstofnaðs félags vegna byggingar á grillskýli við skautasvell á Flateyri.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags: 19.10.2022 ásamt þrívíddarmyndum
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd er á lóð Ísafjarðarbæjar er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

8.Kirkjuból 3 - Uppskipting eignahluta - 2022110044

Sigurður Óskarsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h Kubbs ehf. vegna fjölgunar eignarhluta í mannvirki. Sótt er um að skipta matshluta upp í tvo eignarhluta.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu dags. 15.09.2022 ásamt skráningartöflu
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum og uppfærðum aðaluppdráttum m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?