Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

57. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Daltunga 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022040049

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 53 þann 12.04.2022. Voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols frá Emil Þór Guðmundssyni dags: 12.08.2021 ásamt séruppdráttum hitalagna, neysluvatnskerfis og fráveitukerfis frá Emil Þór Guðmundssyni dags: 28.08.2021
Erindi frestað með visan í athugasemdir byggingarfulltrúa

2.Dagverðardalur 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022060023

Kristján G. Jóhannsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á frístundahúsi.
Jafnframt er lagt fram starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, dags: 04.07.2022 - 04.11.2022
Veðbókavottorð frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu dags: 25.05.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Brekka 1 og 2 140625 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080019

Guðrún Steinþórsdóttir leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h B12-Brekka ehf. vegna byggingar á tveimur frístundahúsum á jörðinni Brekku.
Jafnframt eru lagðir fram Aðaluppdrættir frá VHÁ Verkfræðistofu ehf. dags. 29.06.2022
Skráning á hönnunarstjóra, byggingarstjóra og pípulagningameistara.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.

4.Holt 141007 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080018

Gautur Þorsteinsson leggur inn byggingarleyfisumsókn f.h Neiðarlínunnar vegna byggingu á tækjaskýli og mastri með fjarskiptaloftnetum.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá VBV verkfræðistofu dags. 13.06.2022 ásamt starfsábyrgðartryggingu hönnuðar.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.

5.Hafnarstræti 12_Umsókn um byggingarleyfi v. breyttrar notkunar - 2022080046

Garðar Sigurgeirsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h Skeið ehf. vegna breyttrar notkunar á húsnæði. Sótt er um að færa notkun hússins frá samkomustað yfir í íbúð.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur af innra skipulagi frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags: 24.08.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

6.Seljalandsvegur 40_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050024

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50. þann 16.desember 2021 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís dags: 23.08.2022 ásamt skráningartöflu frá Jóhanni Birki Helgasyni dags: 23.08.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

7.Hafnarstræti, Flateyri. Umsókn um stöðuleyfi vegna byggingarframkvæmda - 2022060164

Jón Grétar Magnússon leggur inn umsókn f.h Nemendagarða Lýðháskólans hses um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til geymslu byggingarefnis á framkvæmdartíma nemendagarða.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd er sýnir staðsetningu gáms ásamt grófri verkáætlun framkvæmda.
Samþykkt, stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða.

8.Fífutunga 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022030008

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 54 þann 17.05.2022 og var gefið út takmarkað byggingarleyfi á sökkul og plötu.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir séruppdrættir burðarþols og lagna frá Eflu dags. 12.08.2022 ásamt séruppdráttum raflagna frá Rafskaut ehf. dags 30.06.20222
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

9.Brekkustígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022050008

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 588 þann 11.07.2022. Nefndin leggst ekki gegn byggingaráformum eins og þeim er lýst á uppdráttum. Nefndin gerir þær kröfur að kvaðir um aðgengi og bílastæði verði þinglýst á viðkomandi fasteignanúmer þ.e.a.s Brekkustíg 7.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Arkiteo, dags. 30.08.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Óskað er eftir eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

10.Höfðastígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022080077

Einar Ólafsson leggur inn umsókn um byggingarleyfi f.h Nostalgía ehf, vegna byggingar á sæluhúsi.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Arkiteo, dags. 22.08.2022 ásamt skráningartöflu frá Einari ólafssyni dags. 03.08.2022
Hafnað, umsóknin samræmist ekki deiliskipulagi. Að öðru leiti er vísað í athugasemdir byggingarfulltrúa.

11.Höfðastígur 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022080076

Einar Ólafsson leggur inn umsókn um byggingarleyfi f.h Nostalgía ehf, vegna byggingar á sæluhúsi.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Arkiteo, dags. 22.08.2022 ásamt skráningartöflu frá Einari ólafssyni dags. 03.08.2022
Hafnað, umsóknin samræmist ekki deiliskipulagi. Að öðru leiti er vísað í athugasemdir byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?