Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
56. fundur 14. júlí 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænigarður, umsókn um stöðuleyfi gáms - 2022060030

Gunnar Árnason leggur fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám, f.h Byggðastofnunar. Stöðuleyfi vegna umrædds gáms hefur áður verið veitt.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

2.Kirkjuból, Engidal. Umsókn um stöðuleyfi gáms - 2022060031

Gunnar Árnason leggur fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám, f.h Terra umhverfisþjónustu hf. Stöðuleyfi vegna umrædds gáms hefur áður verið veitt.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

3.Sundstræti 38 - Ný umsókn um byggingarleyfi - 2022060140

Guðmundur Fertram Sigurjónsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h Hraðfrystihússins Norðurtangi ehf. vegna burðarvirkisframkvæmda er tengjast styrkingu við úrtöku á veggjum 1. og 2. hæðar, styrkingu með límtrésbita á þriðju hæð, flutningi á stiga og úrtöku fyrir gluggum.
Jafnframt eru lagðir fram sérupprættir burðarþols frá Eflu dags. 08.07.2022,
Séruppdrættir stiga frá Eflu dags. 08.07.2022
Útlitsteikningar frá Verkís dags. 26.04.2022
Greinargerð hönnunarstjóra.
Skráning byggingarstjóra ásamt iðnmeisturum
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt verkþáttum er tengjast burðarþoli og stiga.
Óskað er eftir séruppdráttum loftræsingar áður en sá hluti framkvæmda hefst. Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum áður en breytingar á innra fyrirkomulagi hefst.

4.Veðrará-Ytri lóð 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022060165

Bjarni Jón Pálsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h Landsnet hf. vegna byggingar veituhúss. Húsið verði stálgrindarhús á steyptum sökkli.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Eflu, dags: 06.05.2022
Greinargerð hönnunarstjóra,
Starfsábyrgðartrygging hönnuða.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Óskað er eftir eftir uppfærðum aðaluppdráttum með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

5.Sjóferðir - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060042

Erindið var tekið fyrir á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 23.júní.2022 og var óskað afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar ásamt hafnarstjórn vegna málsins.
Á 233. fundi hafnarstjórnar þann 30.06.2022 og 587. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 01.07.2022 var jákvætt tekið í erindið en af báðum aðilum var viðkomandi bent á að leita sér varanlegra lausna þar sem stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn.
Samþykkt, stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða.

6.Sundabakki - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060093

Erindið var tekið fyrir á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 23.júní.2022 og var óskað afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar ásamt hafnarstjórn vegna málsins.
Á 233. fundi hafnarstjórnar þann 30.06.2022 og 587. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 01.07.2022 var jákvætt tekið í erindið en af báðum aðilum var viðkomandi bent á að leita sér varanlegra lausna þar sem stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn.
Samþykkt, stöðuleyfi er veitt til 3. mánaða.

7.Ból Ísafjarðarbæ - Umsókn um byggingarheimild vegna geymslubyggingar - 2022070036

Jón Grétar Magnússon leggur fram umsókn um byggingarheilmild f.h Fjallaból ehf. vegna geymslubyggingar á einni hæð með millilofti.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. 15.06.2022 ásamt gátlista og skráningartöflu.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.

8.Urðarvegur 16 - Umsókn um byggingarheimild - 2022070046

Heiðar Ingi Marínósson leggur fram umsókn um byggingarheimild vegna viðbygginar úr steypu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Sigurði Unnari Sigurðussyni, ásamt gátlista og skráningartöfu dags 29.06.2022,
undirrituðu samþykki íbúa við Urðarveg 16-22,
skráning byggingarstjóra og iðnaðarmeistara.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Séruppdráttum skal skilað til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.

9.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 55. þann 23.06.2022 og var kallað eftir frekari gögnum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðar fram verkteikningar frá Yrki arkitektum dags. 30.06.2022
Skráning byggingarstjóra og iðnmeistara.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

10.Fjarðarstræti 20 - Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs. - 2022060158

Axel Rodriguez Överby leggur fram umsókn um byggingarheimild vegna niðurrifs á steyptu hús með timburþaki. Um er að ræða sjö fasteignanúmar.
Samþykkt með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða ásamt áætlun um meðhöndlun byggingar og niðurrifsúrgangs m.v í gr. 15.2.2 byggingarreglugerðar.

11.Gamliskóli á Núpi - Endurnýjun glugga - 2022070051

Þorsteinn Jónsson leggur fram tilkynningu um framkvæmd er tengist endurnýjun á gluggum í Gamlaskóla á Núpi, Dýrafirði ásamt lagfæringu á múrklæðninu hússins.
Jafnframt eru lögð fram útlitsmynd og ljósmynd af hliðstæðum glugga og til stendur að setja í húsið.
Umsögn Minjastofnunar dags: 18.maí 2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

12.Seljalandsvegur 38 - umsókn um byggingarleyfi - 2022070058

Baldur Kristjánsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi vegna stækkun glugga á austurhlið hússins, niðurrifi tveggja léttra innveggja og lagningu gólfhitalagna.
Jafnframt er lögð fram eldri grunnmynd hússins er sýnir umfang gluggastækkunar.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

13.N1 við Bót á Flateyri - Endurnýjun olíuskilju - 2022070062

Svavar M. Sigurjónsson leggur fram umsókn f.h Festi hf. um endurnýjun á olíu- og sandskilju við eldsneytisafgreiðslu N1.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Verkhof ehf dags. 25.05.2022
Samþykki heilbrigðiseftirlits dags: 27.05.2022
Samþykkt, erindið samræmist skipulagslögum nr. 90/2013 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Við framkvæmd skal taka mið af lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?