Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
52. fundur 08. mars 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 51, þann 20.01.2022 og var jákvætt tekið í erindið. Fyrirvari var settur um öryggisúttekt byggingarfulltrúa sem fór fram 04.02.2022, án athugasemda.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

2.Stefnisgata 10_Umsókn um byggingarleyfi - 2022020110

Lögð er fram umsókn Útgerðarfélagsins Vonin ehf. vegna nýbyggingar á smábátaútgerð, ódagsett.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Rúm teiknistofu dags. 25.01.2022,
Gátlisti aðaluppdrátta,
Greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið dags. 31.01.2022
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

3.Hóll á Hvilftarströnd_Umsókn um byggingarleyfi vegna stöðvarhúss - 2021120075

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.desember 2021. Var málinu frestað með vísan í athugasemdir.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Balsi ehf. dags. 08.02.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt. Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum.

4.Hóll á Hvilftarströnd_Umsókn um byggingarleyfi - 2021120063

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.desember 2021. Var málinu frestað með vísan í athugasemdir.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Balsi ehf. dags. 08.02.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt. Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum.

5.Hafnarstræti 9-13, Ísafirði - sorpgerði - umsókn um byggingarleyfi - 2021080066

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá KSK eignum ehf. vegna byggingar á gámagerði við norðurhlið hússins.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 24.08.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

6.Sindragata 14a, 400. Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar og útlits - 2021100103

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.12.2021 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 17.02.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

7.Ártunga 2, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.desember 2021. Var málinu frestað með vísan í skoðunarskýrslur séruppdrátta.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir séruppdrættir fráveitu- og hitalagna frá Belkod dags: 25.01.2021 ásamt gátlistum lagnauppdrátta.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

8.Ártunga 4. Umsókn um byggingarleyfi - 2021030081

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.desember 2021. Var málinu frestað með vísan í skoðunarskýrslur séruppdrátta.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir séruppdrættir fráveitu- og hitalagna frá Belkod dags: 25.01.2021 ásamt gátlistum lagnauppdrátta.
Uppdrættir raflagna frá Rafskaut ehf. dags. 17.01.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

9.Fífutunga 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022030008

Lögð er fram umsókn Ómars Péturssonar, f.h Freys Björnssonar vegna íbúðarhúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Nýhönnun, dags. 16.02.2022.
Gátlisti aðaluppdrátta,
Starfsábyrgðartrygging löggiltra hönnuða.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum.

10.Djúpvegur (Gamla félagsheimili) - Fyrirspurn um stækkun - 2022030076

Lögð er fram fyrispurn frá Einari Ólafssyni f.h H.G og hinir ehf. vegna stækkunar á húsnæði til austurs sem nemur 36m2
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Arkiteo sem sýna stækkun dags. 15.02.2022
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?