Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
51. fundur 20. janúar 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Á 571.fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var málið tekið fyrir og því frestað. Óskað var eftir frekari gögnum.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá teiknistofunni Kvarði dags 05.09.2001
Jákvætt er tekið í erindið og samræmist það byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindi er samþykkt með fyrirvara um úttekt byggingarfulltúa á húsnæði.

2.Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði. Ósk um breytta skráningu sumarhúss í íbúðarhús - 2021090039

Á 571.fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var málið tekið fyrir og því frestað. Óskað var eftir frekari gögnum.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru aðaluppdrættir frá teiknistofunni Völundi dags 10.08.2004
Jákvætt er tekið í erindið og samræmist það byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindi er samþykkt með fyrirvara um úttekt byggingarfulltúa á húsnæði.
Fylgiskjöl:

3.Grundarstígur 15, Flateyri. Viðbygging - 2021110001

Ósk Óskarsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar
Meðfylgjandi gögn eru:
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: sept 2021
Umsögn Minjastofnunar dags. 26.10.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

4.Ártunga 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022010006

Sótt er um byggingarleyfi f.h Gamla Spýtan ehf. vegna byggingar á timburhúsi á einni hæð
Meðfylgjandi gögn eru:
Byggingarleyfisumsókn ódagsett
Gátlisti aðaluppdrátta
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 06.09.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

5.Þingeyrarhöfn_Umsókn um stöðuleyfi - 2022010143

Daníel Jakobsson sækir um tímabundið stöðuleyfi f.h Arctic Fish ehf. fyrir meltutank á Þingeyrarhöfn.
Fyrir liggur samþykki hafnarstjóra sem og heilbrigðiseftirlits. Í báðum tilfellum er um að ræða samþykki til skammtíma notkunar.
Samþykkt, stöðuleyfi er veitt til eins mánaðar

6.Miðtún 31-37-Umsókn um byggingarleyfi - 2021050032

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 567 var málið tekið fyrir var grenndarkynning heimiluð. Grenndarkynnt var fyrir húseigendum við Miðtún 31 til 47. Engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum ásamt skráningartöflu

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?