Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

50. fundur 17. desember 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hafnarstræti 21_Umsókn um stöðuleyfi - 2021090055

Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir verkfæragám á byggingarlóð sinni að Hafnarstræti 21 á Þingeyri. Meðfylgjandi er umsókn frá 2.10.2021. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Samþykkt, stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða.
Fylgiskjöl:

2.Silfurtorg, Ísafirði -Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarbíl - 2021100015

Henrý Ottó Haraldsson sem er með matarbílinn Jötunn Átvagn óskar eftir stöðuleyfi við Silfurtorg á Ísafirði. Umsækjandi er nú þegar með stöðuleyfi við Edinborgarhúsið en óskar eftir að vera nær miðbænum með sína starfsemi. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Stöðuleyfi samþykkt til 12 mánaða. Bent er á, að ef færa skal bílinn og starfsemi hans er nauðsynlegt að fyrir liggi leyfi viðkomandi lóðarrétthafa.

3.Suðurtangi 14, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi - 2021060079

Á 49. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málið tekið fyrir og því frestað. Þann 17.09.2021 var útgefið takmarkað byggingarleyfi vegna eftirfarandi verkþátta: Jarðvinna og sökklar.
Til viðbótar við áður framlögð fylgigögn eru:
Séruppdrættir burðarþols vegna stálvirkis frá Hardemann og Landstolpa ehf.dags: 18.11.2021
Útreikningar burðarþols frá Hardeman Veenendaal og Landstolpi ehf. dags: 24.08.2021
Uppfærðir aðaluppdrættir frá Mannvit dags: 17.11.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar 112/2012

4.Silfurtorg 2, umsókn um byggingarleyfi. Hótel Ísafjörður - 2020020040

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 var málið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð fylgögn eru:
Séruppdrættir burðarþols frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 30.11.2021
Séruppdrættir lagna dags 11.12.????
Skráningar meistara og iðnmeistara dags: 01.12.2021
Veitt er takmarkað byggingarleyfi vegna eftirfarandi verkhluta: Sökklar. Vinna við aðra verkhluta er óheimil með vísan í 2.4.4 gr. byggingarreglugerðar 112/2012. Að öðru leiti er óskað eftir frekari gögnum með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

5.Ártunga 2, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Málið var tekið fyrir á 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og samþykkt að bygging yrði að hluta til utan byggingarreits. Í kjölfarið voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð fylgiskjöl eru nú lagt fram:
Sérupprættir raflagna frá Belkod Ab dags: 05.07.2021
Sérupprættir burðarþols frá Belkod Ab dags: 07.07.2021
Séruppdrættir fráveitu-,hita- og neysluvatnslagna frá Belkod Ab dags: 07.07.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

6.Ártunga 4. Umsókn um byggingarleyfi - 2021030081

Málið var tekið fyrir á 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og samþykkt að bygging yrði að hluta til utan byggingarreits. Í kjölfarið voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð fylgiskjöl eru nú lagt fram:
Sérupprættir burðarþols frá Belkod Ab dags: 06.10.2021
Séruppdrættir fráveitu-,hita- og neysluvatnslagna frá Belkod Ab dags: 06.10.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

7.Pólgata 1, Ísafirði. Ósk um breytta notkun húsnæðis - 2021070021

Elín Marta Eiríksdóttir sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæðinu Pólgata 1. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 564 var málið tekið fyrir og var tekið jákvætt í erindið.
Fylgiskjöl eru: Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16.12.2021
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags: 13.12.2021
Byggingaráform er samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2021. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið samþykkt.

8.Hóll á Hvilftarströnd_Umsókn um byggingarleyfi - 2021120063

Birkir Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.
Meðfylgjandi gögn eru:
Umsókn um byggingarleyfi
Aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Balsi ehf. ódagsett
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

9.Hóll á Hvilftarströnd_Umsókn um byggingarleyfi vegna stöðvarhúss - 2021120075

Birkir Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar á stöðvarhúsi vegna heimarafstöðvar.
Meðfylgjandi gögn eru:
Umsókn um byggingarleyfi
Aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Balsi ehf. dags: 20.02.2020
Byggingaráform eru samþykkt, þó með þeim fyrirvara að uppdrættir séu uppfærðir m.t.t athugasemda byggingarfulltrúa. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

10.Hafnarstræti 21, Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi undir iðnaðarbil - 2021100080

Viðar Magnússson sækir um byggingarleyfi f.h Sæverk ehf. vegna byggingar á iðnaðarhúsi.
Fylgigögn eru:
Umsókn um byggingarleyfi, ódagsett
Aðaluppdrættir frá Sigurði Unnari Sigurðssyni, dags: 15.10.2021
Skráning byggingarstjóra ásamt iðnmeisturum dags: 12.10.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

11.Mjallargata 5, Ísafirði. Kært til Úua 2021 vegna höfnunar á stöðuleyfi - 2021060011

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja útgáfu á stöðuleyfi 20 feta geymslugáms við Mjallargötu 5 á Ísafirði og er sú ákvörðun felld úr gildi.
Ákvörðun felld úr gildi

12.Skeiði 3, 400. Umsókn um byggingarleyfi. Breytt notkun húsnæðis - 2021100100

Hallvarður Aspelund sækir um byggingarleyfi f.h Nora Seafood ehf. vegna breyttrar notkunar húsnæðis.
Meðfylgjandi eru:
Byggingarleyfisumsókn dags: 08.11.2021
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 18.11.2021
Skráningartafla frá Samúel Orra Stefánssyni dags: 17.11.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

13.Aðalstræti 29, umsókn um byggingarleyfi - 2021010135

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 553 var málið tekið fyrir og var máli frestað þar sem ekki er hægt að sækja um byggingu frístundahúss á íbúðarhúsasvæði.
Sótt er um leyfi til að færa bílskur innar á lóð og bæta við viðbyggingu skv. teikningu. Til viðbótar við áður framlögð gögn eru:
Aðaluppdráttur frá Mannvit ehf. dags: 14.10.2021
Byggingarleyfisumsókn dags: 24.03.2021
Samþykki nágranna Aðalstrætis 25,26,29 og 31 fyrir breytingum.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar 90/2013

14.Fagraholt 1-Umsókn um byggingarleyfi - 2021060031

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 47 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru:
Séruppdrættir burðarþols frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 21.05.2021
Skráningartafla frá Sigurbjarti Loftssyni dags: 22.07.2021
Samþykkt, umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2021 og byggingarreglugerð 112/2012. Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

15.Seljalandsvegur 40_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050024

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 49. var málið tekið fyrir og því frestað.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru:
Uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís dags: 05.10.2021
Uppfærð skráningartafla frá Jóhanni Birki Helgasyni dags: 13.08.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

16.Sindragata 14a, 400. Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar og útlits - 2021100103

Málningarbúiðin ehf./Gg málningarþjónusta ehf. sækja um byggingarleyfi vegna breytinga á útliti sem og innra skipulagi á matshluta 3.
Meðfylgjandi gögn eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 09.21
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

17.Sindragata 15, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar - 2021100058

Sveinn Lyngmó sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Skemma VÆ ehf. vegna 254,3 m2 viðbyggingu úr stálgrind og 113,1 m2 viðbyggingu úr límtré. Samtals 367,4 m2.
Meðfylgjandi göng eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða, vottaðir af brunahönnuði Eflu dags: 20.09.2021
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar sem og afstöðu til grenndarkynningar á framkvæmdinni.

18.Umsókn um byggingarleyfi-Sindragata 7 - 2017090052

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 23 var málið tekið fyrir og voru byggingaráform samþykkt. Óskað var eftir frekari gögnum er snúa að gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar er við kemur útgáfu byggingarleyfis
Til viðótar við áður framlögð gögn eru:
Séruppdrættir lagna frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 16.01.2018
Skráningartöflur frá Sveini D. Lyngmó dags: 10.12.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

19.Hlíf 1 - Umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi - 2021100094

Axel Rodriguez Överby sækir um byggingarleyfi f.h umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á innra fyrirkomulagi.
Meðfylgjandi eru umsókn um byggingarleyfi dags: 01.12.2021
Aðaluppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 24.11.2021
Byggingaráform eru samþykkt, þó með þeim fyrirvara að uppdrættir séu uppfærðir m.t.t athugasemda byggingarfulltrúa. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

20.Brekkugata 5-Þingeyri_Umsókn um byggingarleyfi - 2021090096

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 49 var málið tekið fyrir og því vísað til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefndar.
Á fundi þeirrar nefndar nr. 568 var málið tekið fyrir og samþykkt var að erindið skyldi grenndarkynnt. Ekki bárust athugasemdir.
Byggingaráform er samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2021. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið samþykkt.

21.Æðartangi 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Garðar Sigurgeirsson f.h Skeið ehf. sækir um byggingarleyfi vegna byggingar á iðnarðarhúsi
Fylgigögn eru: Aðaluppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 09.12.21
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

22.Sundstræti 36-Umsókn um byggingarleyfi vegna burðarveggja - 2021120074

Jóhann Birkir Helgason sækir um byggingarleyfi f.h Hraðfrystihússins Norðurtangi ehf. vegna breytingar innandyra. Saga skal op í steyptan burðarvegg.
Fylgigögn eru:
Umsókn um byggingarleyfi
Séruppdráttur burðarþols frá Verkís, dags: 27.09.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

23.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Jón Grétar Magnússon sækir um byggingarleyfi f.h Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri vegna nýbyggingar
Meðfylgjandi skjöl eru:
Umsókn um byggingarleyfi dags: 12.11.2021
Aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Yrki arkitektar dags: 9.11.2021
Greinargerð hljóðhönnunar frá Myrra hönnunarstofa dags: 10.11.2021
Framkvæmdin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og er málinu því vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?