Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
44. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 55/2020 var felld úr gildi ákvörðun skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar frá 20. maí 2020 um að hafna kröfu Miðvíkur ehf. um að viðbygging við svonefnt Sjávarhús á Látrum verði fjarlægð. Þá var lagt fyrir byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að taka afstöðu án frekari dráttar til kröfu kæranda um að umrædd viðbygging verði fjarlægð. Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar ber því byggingarfulltrúa að taka afstöðu til kröfu kæranda um að viðbygging við svonefnt Sjávarhús verði fjarlægð.
Niðurstaða byggingarfulltrúa er að hafna kröfunni. Sú niðurstaða grundvallast á heildstæðu mati á atvikum og aðstæðum og þeim hagsmunum sem vegast á, m.t.t. íþyngjandi eðlis þeirra úrræða sem farið er fram á að verði beitt. Horft er til þess að aðrir eigendur jarðarinnar Látra hafa ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu auk þess sem nokkuð er liðið frá því að umræddri viðbyggingu var skeytt við húsið. Aðeins er um er að ræða u.þ.b. tveggja metra viðbyggingu á milli tveggja húsa og henni fylgja engin grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt.
Kröfu Miðvíkur ehf. um að viðbygging við svonefnt Sjávarhús á Látrum í Aðalvík verði fjarlægð er hafnað.
Niðurstaðan grundvallast á heildstæðu mati á atvikum og aðstæðum og þeim hagsmunum sem vegast á, m.t.t. íþyngjandi eðlis þeirra úrræða sem farið er fram á að verði beitt. Horft er til þess að aðrir eigendur jarðarinnar Látra hafa ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu auk þess sem nokkuð er liðið frá því að umræddri viðbyggingu var skeytt við húsið. Aðeins er um er að ræða u.þ.b. tveggja metra viðbyggingu á milli tveggja húsa og henni fylgja engin grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt.

2.Aðalstræti 29, umsókn um byggingarleyfi - 2021010135

Þór Gunnarsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar bílskúrs og viðbyggingu úr steinsteypu á lóð.
Fylgigögn eru aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu frá Reyni Elíeserssyni dags 22.03.2021
Samþykktir nágranna að Aðalstræti 25,26 og 31 fyrir áformunum dags 02.04.2021
Erindi frestað með vísan í skoðunarskýrslu og athugasemdir byggingarfulltrúa.

3.Ártunga 2, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Á fundi byggingarfulltrúa nr. 42 var málið tekið fyrir og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar þar sem hús stóð utan byggingarreits. Á fundi sömu nefndar nr. 556 var ekki talið að grenndarkynna þyrfti áformin.
Fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá Belkod dags 18.03.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar.

4.Ártunga 4. Umsókn um byggingarleyfi - 2021030081

Á fundi byggingarfulltrúa nr. 42 var málið tekið fyrir og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar þar sem hús stóð utan byggingarreits. Á fundi sömu nefndar nr. 556 var ekki talið að grenndarkynna þyrfti áformin.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar.

5.Miðtún 18, umsókn um byggingarleyfi - 2021040061

Axel Rodriguez Överby sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á lagnakerfi hússins. Til stendur að koma fyrir gólfhitakerfi í stað ofna sem fyrir eru.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags: 09.04.2021
Drög að lagnauppdrætti, ódagsett.
Erindi frestað. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

Axel Rodriguez Överby vék af fundi við afgreiðslu máls

6.Vallargata 31, umsókn um byggingarleyfi - 2021040063

Hugrún Þorsteinsdóttir, sækir sendir inn fyrirspurn f.h Ólafs K. Skúlasonar vegna fyrirhugaðar byggingar á bílskúr sem og sólskála
Fylgigögn eru fyrirspurn um byggingarleyfi dags: 25.03.2021
Updrættir frá M11 teiknistofu dags: 29.03.2021
Undirritað samþykki nágranna Vallargötu 29 um að bílskúr rísi innan lóðarmarka Vallargötu 31 dags: 08.04.2021
Erindi hafnað. Þar sem byggingin er staðsett að hluta inni á lóð Vallargötu 29, verður ekki unnt að samþykkja áformin. Ekki er heimild fyrir því að ganga á þinglýstan lóðarrétt aðliggjandi lóðarhafa.

7.Æðartangi 12, Umsókn um byggingarleyfi - 2021010137

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 40 var málið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt. Óskað var eftir því að skilyrði greinar nr. 2.4.4 byggingarreglugerðar 112/2012 yrðu uppfyllt svo unnt væri að gefa út byggingarleyfi.
Fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn eru:
Beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags 30.03.2021
Tilkynning um skráningu iðnmeistara og staðfesting ábyrgða.
Erindi frestað. Ekki verður unnt að veita byggingarleyfi fyrr en skilyrði greinar nr. 2.4.4 byggingarreglugerðar 112/2012 hafa verið uppfyllt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?