Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
37. fundur 19. nóvember 2020 kl. 13:00 - 17:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Rómarstígur 2. Umsókn um byggingarleyfi - 2019080062

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 35 var byggingarleyfi v. byggingar á 21,6 m2 timburhúss frestað og kallað eftir frekari gögnum.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 er málið tekið fyrir ná ný.
Fylgigögn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 06.11.2020
Séruppdrættir burðarþols frá Verkís dags: 27.09.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

2.Rómarstígur 6. Umsókn um byggingarleyfi - 2019080063

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 35 var byggingarleyfi v. byggingar á 12 m2 timburhúss frestað og kallað eftir frekari gögnum.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 er málið tekið fyrir ná ný.
Fylgigögn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 06.11.2020
Séruppdrættir burðarþols frá Verkís dags: 27.09.2020


Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

3.Urðarvegur 51, umsókn um byggingarleyfi v. sólstofu - 2020100068

Kristján Jóakimsson sækir um byggingarleyfi vegna byggingar á sólskála sem og að saga úr útvegg fyrir nýjum glugga.
Meðfylgjandi gögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 25.06.2020
Uppdráttur af breytingum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 06.2020
Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist framkvæmdin gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar og eru byggingaráform samþykkt. Leyfi til framkvæmda verður veitt er borist hefur staðfesting burðarþolsfræðings fyrir áformum sem og skriflegt samþykki þinglýsts eiganda Urðarvegar 53.

4.Hrannargata 4, umsókn um byggingarleyfi v. viðbyggingar - 2020100069

Laufey Eyþórsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna byggingar nýs anddyris sem og nýrra trappa við inngang í kjallara. Framkvæmdin felst í því að núverandi anddyri verður rifið og byggt upp að nýju.
Meðfylgjandi gögn eru aðaluppdráttur frá Tækniþjónustunni ehf. dags: 08.20
Byggingaleyfisumsókn dags: 29.10.2020
Samþykki þinglýsts eiganda Hrannargötu 2. fyrir framkvæmdunum dags: 29.10.2020

5.Sindragata 14- Fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga - 2020080007

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 35 voru byggingaráform v. framkvæmda á suðurhlið hússins sem og innra skipulagi. Kallað var eftir frekari uppdráttum frá löggiltum hönnuði.
Fylgigögn: Byggingarleyfisumsókn dags: 23.10.2020,
Aðaluppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 23.10.2020
Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist framkvæmdin gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar og eru byggingaráform samþykkt.

6.Lyngholt 2. Umsókn um byggingarleyfi - 2020060044

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 37.
Þórhallur B. Snædal sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar á bílgeymslu, byggingar sólstofu sem og byggingar á skjólvegg á lóð.
Meðfylgjandi gögn eru byggingarleyfisumsókn ódagsett,
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 04.06.2020.
Samþykki nágranna fyrir breytingum dags: 04.06.2020
Byggingaráform er snúa að viðbyggingar og byggingar sólstofu eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Byggingaráform er snúa að skjólvegg eru undanskilin samþykki þessu með vísan í bókun Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 540.fundi sömu nefndar þann 31.júlí 2020.

7.Aðalgata 13, umsókn um byggingarleyfi - 2020100111

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr 37.
Fyrir hönd hollvinasamtaka félagsheimilis Súganda sækir Kjartan Árnason um byggingarleyfi á viðbyggingu við félagsheimilið sem og endurskipulagningu í anddyri.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 08.09.2020,
Aðaluppdrættir frá Kjartani Árnasyni arkitekt dags: 08.09.2020
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

8.Vallargata 3, umsókn um byggingarleyfi - 2020110042

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 37.
Fyrir hönd Kristínar Pétursdóttir kt. 130676-3329 og Ívars Kristjánssonar kt. 240476-5849 sækir Kjartan Árnason um byggingarleyfi vegna breytinga á Vallargötu 3. Sótt er um að breyta húsnæði úr geymslu yfir í einbýlishús.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 08.09.2020
Aðaluppdrættir frá Kjartani Árnasyni arkitekt dags: 08.09.2020
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

9.Hlíðarvegur 4, umsókn um framkvæmdarleyfi - 2020110043

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 37.
Fyrir hönd Hér vil ég búa ehf. kt: 620409-1030 sækir Kjartan Árnason um leyfi til framkvæmda vegna nýs bílaplans.
Fylgigögn eru uppdrættir frá Kjartani Árnasyni dags: 07.09.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt ásamt skriflegu samþykki þinglýsts eiganda Hlíðarvegar 2. fyrir framkvæmdunum.

10.Túngata 1, 400. Umsókn um byggingarleyfi - 2020080003

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 37
Alberta G.Guðbjartsdóttir kt:270490-2129 og Gautur Ívar Halldórsson kt: 180583-5649 sækja um endurnýjun á byggingarleyfum á málum nr. 2004100021 og 2015090085. Framkvæmdirnar fela í sér endurbyggingar bílskúrs ásamt tengibyggingu sem og breytingar á útitröppum.
Fylgiskjöl eru byggingarleyfisumsókn dags: 27.07.2020,
Aðaluppdrættir frá Arkiteo dags: 22.09.2004
Byggingaráform er tengjast bílskúr og tengibyggingu eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um byggingarreglugerð 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Byggingaráform er tengjast útitröppum. Byggingaráform eru samþykkt með vísan í gr.2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012

11.Byggingarleyfisfyrirspurn út af viðbyggingu við Hótel Ísafjörð - 2019100039

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 34 var málið tekið fyrir og vísað til skipulags- og mannvirkjastofnunar og lagt til að framkvæmdin yrði grenndarkynnt.
Nú á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 er málið tekið fyrir að nýju.
Fylgigögn eru aðaluppdrættir frá Andrúm arkitektum ehf. dags: 18.02.2020
Byggingarleyfisumsókn, dags: 20.02.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

12.Umsókn um byggingarleyfi / Hafnarbakki 3 - 2017120016

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 óskar Walvis ehf eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar, Hafnarbakka 3 Flateyri sótt er um heimild til þess að reisa 229,7 fm viðbyggingu samsetta úr 2. stk 40 feta gámum og 1. stk 20 feta gám. Fylgigögn eru uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 04.12.2017
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu

13.Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. - 2016050066

Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa nr. 37
Hugrún Þorsteinsdóttir fyrir hönd Öx ehf. sækir um byggingarleyfi vegna viðbygginga og endurbóta á frístundarhúsi við Dagverðardal 2
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags: 16.12.2019,
Aðaluppdrættir frá 11 mávar teiknistofa dags: 16.12.2019
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?