Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
35. fundur 11. september 2020 kl. 10:00 - 12:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi. Viðbygging við íbúðarhúsið að Gemlufalli 1 - 2019090119

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 34 þann 7. ágúst sl., var umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar sólskála við íbúðarhús á Gemlufalli, Dýrafriði, erindi var frestað og kallað eftir frekari gögnum s.s. skráningartöflu og séruppdrætti lagna.
Umbeðin gögn hafa verið lögð fram þ.e. skráningartafla dags. 27.08.2020 ásamt uppdrætti frá Kjartani Árnasyni dags. 28.08.2020
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 527 fól skipulags- og mannvirkjanefnd byggingarfulltrúa að vinna byggingarleyfisumsókn áfram. Með hliðsjón af framlögðum gögnum hefur umsókn um byggingarleyfi verið yfirfarin og samræmist hún gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og eru byggingaráform samþykkt.

2.Rómarstígur 2. Umsókn um byggingarleyfi - 2019080062

Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 21,6 m2 timburhús á steyptum sökkli sem ætlað er fyrir móttöku ferðamanna á svæðinu.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða 19.05.2019
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

3.Rómarstígur 4, Suðureyri. Umsókn um byggingarleyfi - 2020090056

Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 34 m2 timburhús á steyptum sökkli.
Húsið skal vera óupphitað án vatns og rafmagns.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða 19.05.2019
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

4.Rómarstígur 6. Umsókn um byggingarleyfi - 2019080063

Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 12 m2 skúr við Rómarstíg 6, Suðureyri. Skúrinn er án rafmagns, hita og lagna.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða 19.05.2019
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

5.Skólagata 10, Suðureyri. Umskókn um byggingarleyfi - 2019120047

Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 317.4 m2 timburhús á steyptum sökkli. Húsið er ætlað sem frystigeymsla
Tekið er fram að lóð er ekki tilbúin í þjóðskrá og því vantar landnúmer.

Jafnframt er sótt um að leyfi til að sameina lóðirnar Skólagötu 10 og A Stíg 1.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Arkiteo 13.10.2019
Byggingaráform samræmast ekki deiliskipulagi, byggingarfulltrúi vísar erindi inn til skipulags- og mannvirkjanefndar. Lóðirnar við Skólagötu 10 og A-Götu 1, eru skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir og en ekki undir hafnsækinn iðnað og- eða blandaða starfsemi.

6.Skólagata 8, umsókn um byggingarleyfi - 2020090038

Jóhann Birkir Helgason sækir um fyrir hönd Nostalgiu ehf., að byggja 92,2 m2 timburhús á steyptum sökkli sbr. umsókn dags. 14.08.2020
Tekið er fram að lóð er ekki tilbúin í þjóðskrá og því vantar landnúmer.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Arkiteo dags. 28.11.2019
Byggingaráform samræmast ekki deiliskipulagi, byggingarfulltrúi vísar erindi inn til skipulags- og mannvirkjanefndar. Lóðirnar við Skólagötu 10 og A-Götu 1, eru skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir og en ekki undir hafnsækinn iðnað og- eða blandaða starfsemi.

7.Stefnisgata 5, umsókn um byggingarleyfi - 2020090037

Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 226,9 m2 timburhús á steyptum sökkli.
Tekið er fram að lóð er ekki tilbúin í þjóðskrá og því vantar landnúmer.
Fyrir hönd Nostalgiu ehf sækir Jóhann Birkir Helgason um að byggja 92,2 m2 timburhús á steyptum sökkli.
Tekið er fram að lóð er ekki tilbúin í þjóðskrá og því vantar landnúmer.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi, beiðni um skráningu meistara og beiðni um skráningu á byggingarstjóra dags. 14.08.2020
Uppdrættir frá Arkiteo dags. 06.01.2020
Erindi er frestað með vísan í gr. 4.3.9 í byggingarreglugerð og athugasemda byggingarfulltrúa.

8.Aðalgata 21, Suðureyri Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging - 2020070034

Hugrún Þorsteinsdóttir fyrir hönd Prentmiðlunar óskar eftir að reisa viðbyggingu við núverandi hús á suð-austur hlið.
Fylgigögn eru uppdráttur frá Teiknistofunni M11, dags. 31.08.2020 ásamt skráningartöflu dags. 02.07.2020
Umsókn um byggingarleyfi dags. 03.07.2020
Samþykki Minjastofnunar fyrir áformunum dags. 04.06.2020
Byggingaráform samþykkt, umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 m/síðar breytingum. Viðbyggingin fellur undir gr. 2.3.5 í reglugerð. Skila þarf inn undirrituðum uppdráttum.

9.Tungubraut 2-8 og 10-16 - 2020060112

Friðrik Friðriksson sækir um byggingarleyfi f.h Nýjatúns ehf. Óskað er eftir því að fá að byggja fjögurra íbúða raðhús ( Tungubraut 2-8 ) úr timbureiningum þar sem sökkull og sökkulplata eru steypt.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags. 24.06.2020
Aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu frá Studio F - arkitektar dags. 23.06.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4. sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

10.Sindragata 14- Fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga - 2020080007

Dokkan brugghús ehf. kt. 7110171350 sækir um að fá að setja upp rennihurð á suðurhlið húsnæðisins sem er í þeirra eigu.
Fylgigögn eru samþykki frá meðeigendum hússins dags. 16.09.2020
Útlitsmynd sem sýnir áform, ódagsett
Eignaskiptayfirlýsing dags. 17.03.2006
Byggingaráform samþykkt með vísan í gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð, skila þarf inn undirrtitðum uppdrætti frá löggiltum hönnuði.

11.Umsókn um byggingarleyfi. Túngata 12, 400 Ísafjörður - 2020090078

Smári Karlsson sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði við Túngötu 12, Ísafirði.
Sótt er um leyfi til að reisa svalir og koma fyrir nýrri svalahurð við suðurhlið hússins
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi ódagsett.
Uppdrættir frá Kjartani Árnasyni dags. 15.09.2020
Samþykki eiganda annars eignarhluta hússins dag. 21.09.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

12.Hafraholt 22, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi - 2020090067

Gunnar B Ólafsson sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði við Hafraholt 22. Sótt er um heimild til að setja hurð á vesturhlið hússins.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi ódagsett.
Uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 09.20
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?