Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss
Dagskrá
1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066
Lögð fram til kynningar kostnaðargreining frá Verkís hf., dagsett 15. janúar 2019, á fjölnota kanttspyrnuhúsi sem annarsvegar er 46m x 61m og hinsvegar 46m x 70m.
Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss leggur til við bæjarstjórn að byggt verði óeinangrað hús að stærð 46m x 70m innan byggingareits fyrir fjölnotahús á Torfnesi, einnig að heimilað verði í útboði að gera frávikstilboð með einangruðu húsi.
Sigurður Jón Hreinsson vill að fært sé til bókar, að hann sé ekki sammála því að þessi staðsetning á húsinu sé sú heppilegasta fyrir nýtingu á húsinu og framtíðar nýtingu á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 12:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?