Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

5. fundur 20. desember 2018 kl. 15:00 - 15:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Lagður fram tölvupóstur frá Verkís hf., dagsettur 14. desember 2018, einnig kostnaðar-, framvindu- og líftímagreining frá Verkís hf., dagsett 18. desember 2018, fyrir annars vegar upphitað og hins vegar óupphitað knattspyrnuhús.
Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að láta vinna LCC greiningu fyrir annars vegar „kalt“ og hins vegar einangrað hús miðað við 5° og 10° upphitun.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?