Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
4. fundur 07. desember 2018 kl. 11:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Aron Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Lagt fram minnisblað Verkís hf., dagsett 27. nóvember 2018, varðandi rannsóknarboranir á núverandi gervigrasvelli og við hlið aðalvallar á Torfnesi, einnig lagt fram minnisblaði Verkís hf., dagsett 31. október 2018, þar sem farið er yfir mögulegan kostnað við byggingu á köldu knatthúsi. Fulltrúar Verkís hf. mæta til fundar og kynna niðurstöður ásamt kostnaðarmati.
Fulltrúar Verkís hf. mættu til fundar og kynntu niðurstöður jarðtæknirannsóknar og frumkostnaðaráætlun. Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að láta vinna samanburðar kostnaðar- og rekstraráætlun fyrir annarsvegar kalt hús og hinsvegar upphitað hús. Nefndin leggur áherslu á að matið verði unnið sem fyrst þannig að hægt verði að taka ákvörðun um hvernig hús verður byggt á næsta fundi nefndarinnar, sem er áætlaður þriðjudaginn 18. desember nk.

Gestir

  • Gunnar Kristjánsson - mæting: 11:30
  • Jóhann Birkir Helgason - mæting: 11:30
  • Ragnar Ómarsson - mæting: 11:30
  • Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir - mæting: 11:30
Gestir yfirgáfu fundinn 12:42

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?