Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

3. fundur 01. október 2018 kl. 15:00 - 15:54 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Lögð fram fundargerð vinnufundar þarfagreiningar, dagsett 19. september 2018, vegna fjölnota knattspyrnuhúss.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að láta vinna greiningu á byggingakostnaði og rekstrarkostnaði á annarsvegar yleininghúsi og hinsvegar dúkhúsi og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður þriðjudaginn 16. október næstkomandi. Einnig felur nefndin sviðstjórar skóla- og tómstundasviðs að fullvinna þarfagreiningu og setja upp tímalínu fyrir verkefnið.

Fundi slitið - kl. 15:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?