Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1008. fundur 05. mars 2018 kl. 08:05 - 09:16 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarráð
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2017 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2018030014

Lögð fram ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017. Skýrslan er dagsett 25. janúar sl.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

2.Lýðháskólinn Flateyri - 2018020059

Lagt fram erindi frá Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri.
Fræðslunefnd tók erindið fyrir á 388. fundi sínum 1. mars sl., og vísaði til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa mögulegt samstarf ásamt starfsmönnum sínum.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:25

3.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi - 2018010005

Kynnt teikningasett, dagsett 1. mars 2018, af fyrirhugaðri viðbyggingu við íþróttahúsið Torfnesi.
Bæjarráð ákveður að boða til fundar með hagsmunaaðilum í vikunni og kynna hugmyndir að uppbyggingu líkamsræktaraðstöðu á Torfnesi.


Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:04.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:46

4.Tangagata, endurgerð 2018 - 2018010083

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. mars 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Gámaþjónustuna hf. um endurgerð Tangagötu Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir að semja við Gámaþjónustuna hf. um endurgerð Tangagötu. Heildarkostnaður er yfir áætluðum kostnaði og samþykkir bæjarráð að taka lækka ófyrirséðan kostnað um það sem því nemur.

5.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegum minjum - 2017010114

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. mars sl., ásamt erindi þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar sambandsins frá 23. febrúar 2018, með hvatningu til sveitarstjórna o.fl. um að kynna sér drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og senda umsögn um drögin ef talið er tilefni til.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og atvinnu- og menningarmálanefndar.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2018 - 2018030013

Lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 21. febrúar sl. vegna umsókna í sjóðinn, sem veitir styrki til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna. Einnig eru kynntar breytingar á úthlutunarreglum.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsmönnum að kanna hvort ekki finnist áhugaverð verkefni til að sækja um styrkinn.

7.Ráðstefna um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra - 2018030015

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. febrúar sl., þar sem kynnt er ráðstefna fyrir evrópska sveitastjórnarmenn sem haldin verður 11. - 13. júní nk. í Bilbao á Spáni.
Lagt fram til kynningar.

8.Breytingar á mannvirkjalögum 2018 - 2018030016

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. febrúar sl., ásamt erindi vegna frumvarps til breytinga á mannvirkjalögum.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og felur nefndinni að gera umsögn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9.Tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingins, dagsettur 26. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. Umsagnarfrestur er til 16. mars nk.
Bæjarráð vísar umsagnarbeiðninni til velferðarnefndar.

10.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingins, dagsettur 26. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. Umsagnarfrestur er til 13. mars nk.
Bæjarráð vísar umsagnarbeiðninni til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2018 - 2018030012

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 27. febrúar sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 26. febrúar sl.
Einnig lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2017, dagsettur 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2018020005

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. febrúar sl., ásamt fundargerð 857. fundar stjórnar sambandsins sem haldinn var 23. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 389 - 1802017F

Lögð er fram fundargerð 389. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. mars sl. Fundargerðin er í 8. liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd - 389 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að í skrefum verði börnum fækkað á hvern kennara og að í upphafi verði börnum 1-2 ára fækkað á hvern kennara.

Fundi slitið - kl. 09:16.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?