Vinnslutillaga deiliskipulagsbreytinga Gleiðarhjalla vegna Eyrarkláfs
Gerð er breyting á deiliskipulagi hlíðarinnar neðan Gleiðarhjalla, ytri hluta, sem samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 16. júní 2010 og tók gildi 6. júlí sama ár. Málsmeðferð er samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með breytingunni er að minnka svæðið og gera ný skipulagsmörk á uppdrætti. Greinargerð er óbreytt að öðru leyti en því sem á við svæðið sem hér er fjallað um og fellt er út. Skipulagssvæðið tekur til tæplega 10 ha svæðis ofan við Hjallaveg og Hlíðarveg að Urðarvegi. Skipulagið tekur m.a. til varnargarðs, aðveitustöð fyrir rafmagn og göngu- og reiðstíg.
Með þeirri breytingu sem hér er gerð er innsti hluti svæðisins felldur niður en samhliða er gert nýtt deiliskipulag fyrir Eyrarkláf. Deiliskipulag Eyrarkláfs tekur þá til svæðisins sem fellt er út úr skipulagi hlíðarinnar neðan Gleiðarhjalla - ytra hluta og til stærra svæðis upp fjallið. Eftir breytinguna er skipulagssvæðið um 6,1 ha. Hnitpunktar 1-2 og 28-46 falla niður.
Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgáttina, mál nr.1698/2025. Hægt er að skila ábendingum við tillögugerðina, rafrænt um skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, skipulag@isafjordur.is, til og með 10. febrúar 2026, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Vinnslutillagan verður einnig aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, á bæjarskrifstofum Hlíf 1, Torfnesi og hér á vefnum.
Opið hús verður haldið á Edinborgarhúsinu á Ísafirði, mánudaginn 26. janúar 2026 kl. 17:00 til 19:00.
Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi en ekki formlega auglýsingu.
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar