Viðgerð á sundlaug Þingeyrar miðar vel áfram

Viðgerðarvinnu við sundlaugina á Þingeyri miðar vel áfram og er innan þess tímaramma sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Nýr sundlaugardúkur, stútar og önnur aðföng sem verkinu fylgja eru komin til landsins. Fjórir starfsmenn fyrirtækisins Á. Óskarssonar koma vestur um miðja næstu viku til þess að endurnýja laugarkarið og mun sú vinna taka um viku.

Píparar eru að vinna við lagnir og munu halda því áfram samhliða vinnu starfsmanna Á. Óskarssonar.

Tengdar fréttir:

Staðan á viðgerðum á sundlauginni á Þingeyri

Þingeyri: Fréttir af sundlauginni