Vestfirskar fréttir á einum stað

Nýr vefur, Fréttir frá Vestfjörðum er kominn í loftið. Þar er safnað saman á einn stað öllum fréttum og tilkynningum sveitarfélaga á Vestfjörðum, auk Vestfjarðastofu.

Vefurinn er unninn að frumkvæði Diegos Ragnars Angemi, með það að markmiði að auðvelda íbúum að nálgast upplýsingar og fréttir, auk þess að gefa þeim skýrari yfirsýn yfir það sem er að gerast í nágrannasveitarfélögum – hvort sem um er að ræða samfélagsviðburði, framkvæmdir eða aðrar tilkynningar.

Fréttir frá Vestfjörðum