Uppgjör fyrsta ársfjórðungs: Rekstrarafgangur lægri en áætlað

Niðurstaða fyrsta ársfjórðungsuppgjörs 2023 var kynnt í bæjarráði mánudaginn 22. maí. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 383 m.kr. fyrir janúar til mars 2023. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 482 m.kr. fyrir sama tímabil og er reksturinn því 99 m.kr. lægri en áætlað var.

Rekstrartekjur A- og B-hluta eru lægri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 75 m.kr. og rekstrargjöld eru lægri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 62 m.kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 87 m.kr. hærri í kostnaði en áætlun gerði ráð fyrir.

Helstu skýringar þessa frávika frá áætlun eru meðal annars að greiðslur frá BsVest vegna málefna fatlaða fyrir febúar og mars hafa ekki borist sveitarfélaginu. Tekjur eru því undir áætlun sem nemur 75 m.kr. vegna þess. Þá eru verðbætur 87 m.kr. hærri en áætlað var. Verðbólga ársins 2023 var áætluð 6% en á fyrstu 3 mánuðum ársins er hækkunin orðin 3% eða helmingur áætlunar ársins.