Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir ráðin forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður hæfingarstöðvarinnar Hvestu og skammtímavistunar og hóf hún störf þann 21. ágúst síðastliðinn.

Sigþrúður er menntaður kennari og hefur síðustu ár mest unnið innan grunnskólakerfisins. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 2004, lauk B.Ed. prófi frá Háskóla Íslands 2012 og meistaranámi við faggreinakennslu í grunnskóla frá sama skóla 2021. Þá hefur hún einnig stundað nám í stjórnmálafræði við HÍ og er sem stendur í meistaranámi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Sigþrúður starfaði sem umsjónarkennari í Grunnskólanum í Bolungarvík á árunum 2014-2021 og þar áður í Grunnskólanum á Ísafirði 2013-2014. Frá 2022 hefur Sigþrúður starfað sem verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Við bjóðum Sigþrúði hjartanlega velkomna til starfa!