Rusli safnað í Ísafjarðarhöfn

Guðmundur M. Kristjánsson, Celeste Biles, Heimir Tryggvason og Björn Jóhannsson. Mynd: Ralf Trylla.
Guðmundur M. Kristjánsson, Celeste Biles, Heimir Tryggvason og Björn Jóhannsson. Mynd: Ralf Trylla.

Ægir, nemendafélag meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, og hafnir Ísafjarðarbæjar hafa komið fyrir svo kölluðu Seabin í Ísafjarðarhöfn. Seabin er ruslafata í sjó sem dælir vatni í gegnum sig og safnar þannig rusli sem flýtur í sjónum. Ruslið safnast í net í tunnunni sem síðan er hægt að tæma. Nemendafélagið safnaði 300.000 krónum til verkefnisins sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að rusl endi í sjónum. Verkefnið er samstarfsverkefni nemenda við Háskólasetur Vestfjarða og hafna Ísafjarðarbæjar undir umsjón Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Á skýringarmynd frá Seabin Project má sjá hvernig fatan virkar.

Seabin Project