Óskað eftir tillögum um götuheiti í frístundabyggð í Dagverðardal
04.06.2025
Fréttir

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir tillögum að götuheitum á þrjár nýjar götur í frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði.
Göturnar má sjá á meðfylgjandi mynd en einnig er hægt að glöggva sig betur á skipulagi svæðisins í deiliskipulagsuppdrætti.
Tillögum má skila með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is fyrir 30. júní 2025.