Óskað eftir tilboðum í verkið „Vatnslögn í Staðardal og Sunddal“

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Vatnslögn í Staðardal og Sunddal“.

Um er að ræða gröft og lagningu 180 mm vatnslagnar á 1700 m kafla frá gatnamótum við Stað í Staðardal og upp í vatnslindir í Sunddal.

Helstu stærðir eru:

Gröftur 1700 m

Vatnsveitulagnir 1700 m

Verkinu skal vera að fullu lokið þann 1. september 2023.

Útboðsgögn verða á afhent í tölvupósti, frá og með 13. mars 2023. Vinsamlega sendið tölvupóst á jbh@verkis.is og óskið eftir gögnum. Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 4. apríl 2023 klukkan 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.