Opnunartímar á bæjarskrifstofum yfir jól og áramót
18.12.2025
Fréttir
Skrifstofur Ísafjarðarbæjar verða lokaðar 24.-26. desember, 31. desember og 1. janúar.
Símanúmer velferðarsviðs fyrir neyðartilvik er 615 4610. Bakvakt barnaverndar er Neyðarlínan 112.
Vegna framkvæmda í Stjórnsýsluhúsinu eru skrifstofur umhverfis- og eignasviðs og skóla- og tómstundasviðs staðsettar á fjórðu hæðinni á Hlíf, Torfnesi. Skrifstofur stjórnsýslu- og fjármálasviðs eru á jarðhæð í Vestrahúsinu við Suðurgötu, gengið inn um sama inngang og hjá Vestfjarðastofu og Vinnumálastofnun. Velferðarsvið er á sínum stað, á annarri hæð Stjórnsýsluhússins.