Lýsing í kynningu vegna deiliskipulags miðbæjar Ísafjarðar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 16. maí 2023, að skipulagslýsing á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar, unnin af Verkís ehf. 11. maí 2023, verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Ísafjarðar og að samhliða gildistöku þess verði eldra deiliskipulag fyrir miðbæinn fellt úr gildi. Jafnframt er gert ráð fyrir að breyta mörkum deiliskipulaganna eyrin á Ísafirði og hafnarsvæði til samræmis við mörk nýja deiliskipulagsins.

Skipulagssvæðið tekur til Hafnarstrætis frá Eyrartúni að Silfurtorgi, Aðalstrætis frá Silfurtorgi að Mjósundi, Pollgötu og Suðurgötu að Njarðarsundi auk þvergatna innan reitsins. Afmörkun svæðisins til austurs miðast við mörk lóða við Hafnarstræti og Aðalstræti. Mörk svæðisins til vesturs liggja um Pollinn. Mörk nýja deiliskipulagsins verða einnig aðlöguð að mörkum deiliskipulagsins fyrir þjónustusvæði á Torfnesi.

Skipulagslýsing (pdf)

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgátt Skipulagstofnunar eða á skipulagsfulltrúa á skipulag@isafjordur.is fyrir 28. júní 2023.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum varðandi skipulagsgáttina gegnum netfangið skipulag@isafjordur.is .

Virðingarfyllst,

f.h. skipulagsfulltrúa

_______________________________

Helga Þuríður Magnúsdóttir

verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði