Langtímabílastæði á Suðurtanga

Boðið verður upp á langtímabílastæði á Suðurtanga á Ísafirði í sumar. Bílastæðið er í 500 metra fjarlægð frá miðbænum og 350 metra fjarlægð frá smábátahöfninni. Svæðið er með sléttu graslendi og aðgengilegt með malarvegi og hentar fyrir allar tegundir fólksbíla. Pláss er fyrir um 130 bíla á stæðinu, en engin vöktun er til staðar enda er svæðið gjaldfrjálst eins og önnur bílastæði í bænum.