Kynning fjárhagsáætlunar 2026
28.11.2025
Fréttir
Helstu tölur úr fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2026 hafa verið settar fram í einfaldri og aðgengilegri kynningu. Þar má finna myndræna framsetningu á lykilatriðum áætlunarinnar ásamt stuttum skýringartextum.
Markmiðið með kynningunni er að gefa góða yfirsýn yfir áætlun ársins 2026 á auðskiljanlegan hátt.
Fyrir þau sem vilja kafa dýpra í áætlunina er alltaf hægt að skoða rekstrar- og efnahagsreikninga, sundurliðað fjárhagsyfirlit og greinargerð fjárhagsáætlunar.
- Rekstrar- og efnahagsreikningur 2026 ásamt áætlun 2027-2029
- Sundurliðað fjárhagsyfirlit
- Greinargerð fjárhagsáætlunar 2026
Tengdar fréttir: