Ísafjörður: Truflun á vatni

Undanfarna daga hefur verið lítill/enginn þrýstingur á lögninni fyrir Tunguskóg. Eftir töluverða leit fannst skýring á vandanum og fór viðgerð fram fyrr í dag, föstudag. Líkleg ástæða vatnsskortsins var bilun í inntaki í fossinum inni í göngum, sem svelti lögnina.

Nú hefur vonandi verið komist fram hjá biluninni en einhvern tíma tekur að ná aftur upp þrýstingi og fyrst þá verður hægt að hleypa lofti af lögninni. Þetta virðist hafa áhrif á lagnir víðar en í Tunguskógi en ábendingar hafa borist um lítinn kraft á vatninu m.a. á eyrinni og í efri bænum. Ef allt gengur eftir ætti krafturinn að komast aftur á smám saman en það gæti tekið nokkra klukkutíma.

SMS hefur verið sent til íbúa á Ísafirði í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.