Íbúafundur á Flateyri miðvikudaginn 6. júlí

Haldinn verður íbúafundur miðvikudaginn 6. júlí 2022, kl. 17.00, á Gunnukaffi á Flateyri. 

Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær boða til íbúafundar fyrir Flateyringa til að kynna og ræða tillögur að varnarmannvirkjum í kjölfar snjóflóðanna í janúar 2020, en Kristín Marta sérfræðingur Verkís hefur unnið að útfærslu mannvirkjanna.

Allir íbúar Flateyrar eru hvattir til að mæta.