Framúrskarandi skólastarf 2024: Kallað eftir tilnefningum

Mynd: Grunnskólinn á Þingeyri
Mynd: Grunnskólinn á Þingeyri

Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar kallar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir framúrskarandi skólastarf sem unnið er í skólasamfélagi Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skólastarfi sem fram fer í Ísafjarðarbæ. Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi og eru viðurkenning á vel unnu verki í þágu barna og foreldra og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.

Tilnefna má nýbreytni- og þróunarverkefni um hvaðeina í skólastarfi í Ísafjarðarbæ, verkefni hópa eða einstaklinga er átt hafa frumkvæði að góðu starfi sem er öðrum til hvatningar, einnig verkefni tengd stefnumótun og skipulagi, foreldrasamstarfi eða öðru samstarfi. Innsendingar tilnefninga eru opnar öllum; foreldrum, börnum, ættingjum, starfsfólki, leik- og grunnskólum, samtökum og stofnunum.

Við val á verðlaunahafa verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka.

Skilafrestur tilnefninga er til og með 30. júní.

Senda inn tilnefningu

Tengt efni:
Tangi hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi skólaumhverfi 2021
GÍ og GÖ fá hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf
Guðlaug Jónsdóttir hlýtur hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf 2023