COVID-19: Íþróttahúsum lokað fram yfir helgi

Íþróttahús Ísafjarðarbæjar verða lokuð almenningi frá og með deginum í dag, 19. mars, og fram yfir helgi. Á mánudaginn verður staðan hvað varðar íþróttaæfingar og aðra starfsemi í húsunum endurmetin.

Áfram er opið í sundlaugar sveitarfélagsins en hámarksfjöldi gesta í einu er 20 manns og gestir beðnir um að sýna skynsemi og fara eftir opinberum ráðleggingum til að draga úr smithættu.

Skíðasvæðin eru opin en með einhverjum takmörkunum þó. Nánar er hægt að lesa um fyrirkomulagið á dalirnir.is.